Uppistandarinn og leikarinn Jak Knight látinn 28 ára gamall

frettinErlentLeave a Comment

Uppistandarinn, rithöfundurinn og leikarinn Jak Knight, sem er þekktastur fyrir að hafa skrifað og leikið í Peacock gamanþáttaröðinni „Bust Down“ og fyrir vinnu sína í „Pause With Sam Jay,“ lést á fimmtudagskvöld í Los Angeles. Þetta tilkynnti fjölskylda hans og var dánarorsök ekki gefin upp.

Knight sem var 28 ára er meðhöfundur „Bust Down,“ og frumsýnd var í mars, ásamt Jay, Langston Kerman og Chris Redd, sem allir léku í seríunni. Þáttaröðin fjallaði um fjóra láglaunastarfsmenn í spilavíti í Indíana ríki í Bandaríkjunum.

Persónan Knight, einnig nefndur Jak, var lagerstarfsmaður og sá yngsti og villtasti í þéttum vinahóp. Auk þess að leika aðalhlutverkið framleiddi Knight einnig þáttaröðina og skrifaði handritið fyrir tvo þætti.

Ekki er langt síðan að annar ungur uppistandari, Nick Nemeroff frá Kanada, lést skyndilega 32 ára gamall.

Skildu eftir skilaboð