Jordan Peterson í viðtali við Frosta Logason: „Slaufunarmenning er kvenlegt ofbeldi“

frettinInnlendar1 Comment

Dr. Jordan B Petersson er heimsþekktur prófessor í sálfræði sem hefur á undanförnum árum vakið mikla athygli fyrir bækur sínar og fyrirlestra. Hann hefur þótt umdeildur, sérstaklega hjá ákveðnum kreðsum á vinstri vængnum sem virðast hafa miklar áhyggjur af því hversu margir vilji sækja fyrirlestra hans hér á landi sem annars staðar, Peterson var gestur í nýlegu podcastspjalli með Frosta Logasyni.

Slaufunarmenningin

Þegar Peterson var spurður út í slaufunarmenningu, út frá sjónarhóli sálfræðinnar, sagði hann fyrirbærið eiga sér tvær megin andfélagslegar rætur. Annars vegar liggji þær í illkvittni þeirra sem hafi unun af því að vera eyðileggjandi afl í umhverfi sínu og hins vegar spretti þær upp úr lúmskari þætti sem snýr að því hvernig fólk vilji blása upp eigið orðspor með lítillækkun annarra.

Jordan Peterson leggur í viðtalinu áherslu á að orðspor sé verðmætasti eiginleiki sem nokkur manneskja geti búið yfir. Gott orðspor gefi til kynna að fólki sé treystandi og getur þannig haft úrslita áhrif á afkomu og stöðu viðkomandi. Þetta segir Peterson leiða til þess að eyðileggjandi öfl vilji spila á orðsporskerfin.

„Þetta gera narsisistar, machíavelistar og siðblindingjar,“ segir Peterson.
Slaufunarmenning sé síðan meira kvenleg tegund af andfélagslegri hegðun á meðan andfélagslegir karlar séu gjarnari á að beita líkamlegu ofbeldi. „Konur geta ekki keppt við karla á líkamlega sviðinu, en þær hafa sínar eigin myrkari leiðir til að beita ofbeldi, og þær stela orðspori. Og margar þeirra eru mjög góðar í því,“ segir Peterson.

Nemendur gætu orðið fyrir útskúfun

Frosti spurði Peterson að þvi hvers vegna hann hafi hætt að kenna hjá háskólanum? Jordan svaraði því að hann hafi veikst og þurft að hætta tímabundið, en svo hafi honum orðið ljóst að hann sjálfur væri undir það miklum árásum slaufunarmenningarinnar að það gæti skaðað nemendur hans, þeir myndu hvergi fá vinnu og orðspor þeirra gæti einnig verið í húfi ef þeir myndu útskrifast frá honum.

Frosti spyr Peterson að því hvort að honum finnist að hlutirnir hafi breyst og jafnvel versnað frá því hann byrjaði með sína fyrirlestra víðsvegar um heiminn fyrir ca. 5-6 árum. Peterson svaraði því játandi og segir að ástandið hafi versnað til muna á örfáum árum og það mun halda áfram að versna ef fólk leyfir þessari skaðlegu hugmyndafræði að viðgangast. Þetta sé á valdi einstaklingsins að hafna eða velja og það verður að koma í ljós hvort verður.

Viðtalið má sjá hér neðar.


One Comment on “Jordan Peterson í viðtali við Frosta Logason: „Slaufunarmenning er kvenlegt ofbeldi“”

  1. Ah, þvílíkt kjaftæði frá manni sem vil beita slaufunarmenningu á þá samfélagshópa sem henta ekki hans heimssýn.

Skildu eftir skilaboð