World Economic Forum eyddi út grein frá fyrrum forsætisráðherra Sri Lanka

frettinErlentLeave a Comment

Menn hafa verið að velta fyrir sér hvaða völd þeir hjá Alþjóðaefnahagsráðinu (World Economic Forum - WEF) hafa, eftir að netverjar tóku eftir því að WEF hafði á miðvikudaginn 13. júlí eytt út grein frá Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Sri Lanka.

Greininni sem var eytt út af vefsíðu WEF heitir – Forsætisráðherra Sri Lanka: svona mun ég geri landið mitt ríkt aftur fyrir árið 2025. Netverjar tóku að leita af greininni eftir að efnahagur Sri Lanka hrundi nýlega og leiddi til mikilla óeirða í landinu og forsetinn, Gotabaya Rajapaksa, flúði til Maldaví eyja.

Í greininni, sem birt var 29. ágúst 2018, sagði forsætisráðherrann, Wickremesinghe, að „efnahagsstefna landsins, Framtíðarsýn 2025, feli í sér nokkrar meginreglur, þar á meðal félagslegt markaðshagkerfi sem skilar öllum efnahagslegum arði.

Hann bætti við: „Í fyrsta lagi þurfum við að tryggja að við séum með fært fólk sem getur mætt kröfum vinnumarkaðarins.

„Menntakerfið í Srí Lanka er að breytast með framsæknum og mikilvægum stefnuumbótum: Lágmarkslengd skólagöngu hefur verið hækkuð í 13 ár, á sama tíma og betri menntun verður í dreifbýlum í gegnum áætlunina: Skólinn sem er (ykkur) næstur er besti skólinn, og Sri Lanka er að fjárfesta í fleiri kennurum og betri menntun kennara.

Bréf forsætisráðherrans fyrrverandi sem má lesa í heild hér endar á því að fjalla um WEF:

Á 27. fundi World Economic Forum um Samband suðaustur-Asíuríkja(ASEAN )í Ha Noi, Víetnam, gefst mér tækifæri til að sýna fram á tímamótabreytingar á Sri Lanka og vaxandi efnahagslega samtengingu okkar við ASEAN-svæðið og víðar. Það mun byggja á grunni þeirra sögulegu og menningarlegu tengsla sem hafa verið til staðar í margar aldir og tengir fólk okkar varanlega.

Ranil Wickremesinghe er forsætisráðherra Sri Lanka. Hann mun taka þátt í World Economic Forum um ASEAN í Ha Noi, Víetnam.

Í apríl 2021 bönnuðu sjónvöld í Sri Lanka notkun á tilbúnum áburði sem 90% bóndabýla notuðu með þeirri afleiðingu að 30% býlanna hættu alveg rekstri sem aftur leiddi til minni matar og tekna.

Ákvörðun stjórnvalda í Sri Lanka byggðist á stefnunni: „nýja græna samkomulagið.“


Skildu eftir skilaboð