Sölvi Tryggvason saklaus – hópurinn Öfgar hafði hann fyrir rangri sök

frettinInnlendar1 Comment

Samkvæmt heimildum Mannlífs, þá var fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hafður fyrir rangri sök af meðlimum Öfga hópsins, sem er hópur kvenna sem segir tala gegn ofbeldi á konum.

Það svo svo í byrjun maímánaðar fyrir rúmu ári þegar einkaþjálfarinn Ólöf Tara Harðardóttir, sem er meðlimur Öfgahópsins, fjallaði á samfélagsmiðlum um þjóðþekktan einstakling sem átti að hafa keypt sér kynlífsþjónustu og gengið síðan í skrokk á vændiskonunni.

Fullyrt var að sá þjóðþekkti hefði verið handtekinn á staðnum og færður í varðhald. Atvikið átti að hafa átt sér stað um miðjan marsmánuð í fyrra. Fleiri áhrifavaldar tjáðu sig um málið í kjölfarið og hart var gengið á fjölmiðla landsins fyrir að þagga málið niður.

Ólöf vildi ekki nafngreina hinn þjóðþekkta einstakling en samkvæmt lýsingum hennar var viðkomandi afar viðkunnanlegur og með stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlum. Hún hvatti fjölmiðla til að birta fréttir af sögusögnunum sem voru á sveimi í samfélaginu um að þekktur einstaklingur hefði keypt kynlífsþjónustu af vændiskonu og gengið svo í skrokk á henni.

„Ég þurfti að slá stjörnurykið úr augunum á mér þegar ég heyrði af þessu fyrst. Það er mikilvægt að setja andlit á ofbeldi. Þú getur nefnilega verið alveg ótrúlega fokking næs en samt beitt ofbeldi,“ sagði Ólöf.

Síðar kom í ljós að einstaklingurinn í hinum þrálátu sögusögnum var fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason. Þrátt fyrir að hafa ekki verið nafngreindur í fréttum var nafn hans úti um allt í kommentakerfum og samfélagsmiðlum.  Sölvi steig síðan fram og tjáði sig í eigin hlaðvarpi. Þar neitaði hann því að hafa verið handtekinn eða vera maðurinn sem um ræddi.

Þrátt fyrir að Sölvi hafi ítrekað neitað og birti því til staðfestingar yfirlit yfir miðlægan gagnagrunn lögreglu sem staðfesti sakleysi hans, þá héldu árásirnar áfram í garð Sölva og var þar hópurinn Öfgar ofarlega á lista sem hélt úti röngum sakargiftum sem nú hefur verið staðfest af lögreglu að séu ósannindi.

Í frétt Mannlífs kemur fram að það hafi fengist staðfest frá lögreglunni að hinn brotlegi hafi sannarlega verið annar maður. Heimildarmenn innan lögreglunnar staðfesta að glæpurinn hafi sannarlega átt sér stað á þessum tíma, en hinn brotlegi hafi verið annar maður en Sölvi. Metoo-bylgjan sem hófst með sögusögnunum um fjölmiðlamanninn og sú bylgja stendur enn yfir, hófst því á röngum sakargiftum.

Maðurinn sem um ræðir var handtekinn og settur í gæsluvarðhald fyrir að ganga í skrokk á vændiskonu á sama tíma og sögur um Sölva fóru á kreik, vorið 2021. Eftir því sem fréttastofa Mannlífs kemst næst, játaði maðurinn sem er ekki þjóðþekktur, sök og var í kjölfarið færður í gæsluvarðhald. Dómur í málinu er enn ekki fallinn, en ekki ætti að vera langt í niðurstöðu.

Meira um málið má lesa hér.

One Comment on “Sölvi Tryggvason saklaus – hópurinn Öfgar hafði hann fyrir rangri sök”

  1. Og þið eruð eins og vanalega tilbúinn til að trúa geranda skilyrðislaust en haldið áfram að gera lítið úr þolendum. Mikið eiga dætur ykkar eftir að vera stolt af þessum verkum ykkar þegar þeim verður ekki trúað.

Skildu eftir skilaboð