Þurfti að hætta keppni: „Átti í erfiðleikum með að anda, enginn kraftur – erum mörg að glíma við þetta“

frettinErlent1 Comment

Fyrsta Tour de France keppnin reyndist Frakkanum Victor Lafay mikil vonbrigði. Hann átti í vandræðum með að klára þrettándu lotu og var síðastur, en eftir það ákvað hann að hætta keppni.

Hann átti í erfiðleikum frá sjöttu lotu keppninnar. „Það er rétt ákvörðun að hætta, en ég er mjög vonsvikinn, sagði Lafay sem er 26 ára við miðilinn Cyclism'Actu.

„Ég á erfitt með að anda, ég fæ ekki nóg súrefni, mig verkjar í fótleggina, það er enginn styrkur. Allar covid sýnatökur koma út neikvæðar, það gæti verið eitthvað annað. Við erum mörg í hópnum með sömu einkenni. Ég kom til að vinna lotu í keppninni, en ég varð að gefast upp,“ sagði Lafay.

Allir þáttakendur í keppninni þurftu að fara í Covid sprautur til að mega taka þátt.


One Comment on “Þurfti að hætta keppni: „Átti í erfiðleikum með að anda, enginn kraftur – erum mörg að glíma við þetta“”

Skildu eftir skilaboð