Frumvarp er varðar erlent eignarhald fasteigna breytt á síðustu stundu

frettinInnlendar2 Comments

Viðskiptablaðið vakti athygli á því að degi fyrir þinglok hafi verið samþykkt víðamikil breyting á nokkrum lagagreinum í tengslum við eignarráð og nýtingu fasteigna.

Breytingarnar er á jarðalögum, lögum um menningarminjar, lögum um skráningu og mat fasteigna og lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna. Katrínu Jakobsdóttir, forsætisráðherra lagði fram frumvarpið sem unnið var af stýrihópi frá árinu 2020 um heildstæða löggjöf og stjórnsýslu um jarðir, land og aðrar fasteignir. Frumvarpið var lagt fram í mars en miklar breyting varðandi erlent eignarhald fasteigna fór fram deginum áður en frumvarpið var samþykkt.

Lög nr. 19/1996 um eignarrétt eða afnotarétt yfir fasteignum á Íslandi setja öðrum en íslenskum aðilum ströng skilyrði til þess að öðlast slík réttindi. Dómsmálaráðherra er heimilt að veita undanþágur að ákveðnum skilyrðum uppfylltum en EES-aðilar eru undanþegnir þessum ströngu skilyrðum, en þó má herða réttindi EES-aðila með reglugerð.

Í 11. gr. frumvarpsins var gert ráð fyrir að þegar lögaðilar sem hyggðust kaupa fasteign hér á landi áttu í hlut verði þeir ekki aðeins að hafa staðfestu á Íslandi eða í EES-ríki sem talið er upp í lögunum, heldur verða þeir líka að vera undir yfirráðum einstaklinga eða lögaðila frá viðkomandi ríkjum.  Tilgangurinn með ákvæðinu var að koma í veg fyrir að lögaðilar innan EES sem eru undir yfirráðum annarra en EES-aðila gætu nýtt sér undanþáguregluna, til dæmis með því að kaupa fasteign hér á landi í gegnum félag innan EES og sniðgengið þannig skilyrði laga fyrir eignarhaldi erlendra aðila yfir fasteignum.

Daginn áður en frumvarpið var samþykkt, þann 14. júní, var lögð fram breytingartillaga þar sem ofangreind grein frumvarpsins var tekin út, meðal annars með vísan til umsagnar frá lögmannsstofunni BBA//FJELDCO.

2 Comments on “Frumvarp er varðar erlent eignarhald fasteigna breytt á síðustu stundu”

  1. Það er makalaust að á þessum tímapunkti sé verið að breyta lögum um eignir útlendinga á Íslandi? Það er eiginlega bara fáránlega grunsamlegt.

    Fyrir hvern er Katrín Jakobsdóttir að vinna? Hún
    er búin að vera dugleg að mæta á WEF ráðstefnur. Af hverju eru fjölmiðlar ekki að spyrja hana um álit sitt á Klaus og hvort hún styðji stóru endurræsinguna? Hún mætir á ráðstefnur hjá manni sem segir opinberlega að við munum ekki eiga neitt og að verðum ánægð með það. Enginn af stóru fjölmiðlunum er að velta þessu fyrir sér? Þrátt fyrir að á þessum raðstefnum mæti stærstu aðilar viðskiptalífsins og flestir stjórnmálamenn sem eitthvað skipta máli.

    Þessi þögn stóru fjölmiðlana um voldugustu einstaklinga heims og áform um breytta heimssýn er mjög vandræðaleg. Af hverju er Kompás ekki að fjalla um þetta? Hvað segir Sigmundur Ernir á Fréttablaðinu? Veit hann af þessu? Gisli Marteinn mætti nú alveg gera smá grín að Klaus því hann er eins og vondi kallinn úr Bond mynd frá Connery tímabilinu.
    Pabbi, sem fylgist alltaf með íslenskum fréttum nema fréttinni.is, horfir á CNN allan daginn og er þvi meira útsettur fyrir psyop aðgerðum en flestir hér á landi, veit ekkert um Klaus og félaga eða WEF. Brást reiður við og kallaði mig rugludall þegar ég nefndi þetta við hann.

    Þingið er algjörlega gagnslaust auðvitað, með fullri virðingu fyrir þessu ágæta fólki sem fylgist greinilega litið með hvað Klaus og kumpánar eru með á prjónunum fyrir okkur þrælana, sem er mjög áhugavert vegna þess að þingmenn verða líklega atvinnulausir innan skamms miðað við það sem Klaus kallinn ætlar sér.

    Ég vona svo innilega að pabbi hafi rétt fyrir sér, að ég sé rugludallurinn i þessari sögu en ég er hræddur um að þetta sé ekki þannig saga og að fólk eins og pabbi vakni skyndilega upp við vondan draum í Oceaniu árið 1984.

Skildu eftir skilaboð