Kalt Ísland, heitt Bretland – hvað með það?

frettinPistlar2 Comments

Eftir Pál Vilhjálmsson blaðamann og kennara:

Fyrstu 15 dagar júlímánuðir hafa verið í kaldara lagi í Reykjavík. Meðalhiti þeirra er 10,4 stig, -0,8 stigum neðan meðallags sömu daga 1991 til 2020 og -0,7 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Hitinn raðast í 19. hlýjasta sæti (af 22 á öldinni), skrifar Trausti Jónsson veðurfræðingur.

Þannig er það með veðrið, það er breytilegt milli landssvæða og breytist frá einum tíma til annars. Loftslagsváin er ýkjusaga, sagði annar gamalreyndur íslenskur veðurfræðingur, Magnús Jónsson; Hlýnun sem lík­lega er orðin um 1°C á síð­ustu 150 árum þar sem lang­tíma­með­al­hiti jarð­ar­innar hefur hækkað um 0.1°C á hverjum 15 árum að jafn­að­i.

Loftslagsvísindamaðurinn John Christy var svo vinsamlegar að gefa Láru á Refskinnu færi á spjalli um veður. Christy heldur gagnabanka í samvinnu við félaga sinn Roy Spencer um hitafar lofthjúpsins annars vegar og hins vegar spádóma hamfarasinna. Í áratugi hafa spádómar um hamfarahlýnun reynst rangir.

En svo koma nokkrir heitir dagar og fullyrðingar um sameignlegt sjálfsmorð mannkyns streyma frá fólki sem á að heita með fullu viti, eins og António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar handvöldu vísindamenn sem trúa á manngert veður fyrir meira en 30 árum. Ástæðan var pólitísk, ekki vísindaleg. Sameinuðu þjóðunum vantaði hlutverk á alþjóðavísu.

Hamfaraspámennskan er stóriðnaður sem freistar þess að valta yfir þau sannindi að náttúran en ekki maðurinn stjórnar veðrinu.

2 Comments on “Kalt Ísland, heitt Bretland – hvað með það?”

  1. Ég man þá tíð, í kringum 1980, þegar veðurfar var kólnandi í heiminum að vitringarnir töluðu um að það yrði komin Ísöld um aldamótin 2000.

Skildu eftir skilaboð