Fjórsprautaður Biden Bandaríkjaforseti greinist með Covid-19

frettinErlentLeave a Comment

Hvíta húsið greindi frá því í dag að Joe Biden Bandaríkjaforseti hafi greinst með Covid-19.

Var forsetinn sagður vera með væg einkenni, nefrennsli og þurran hósta en liði samt vel. Í tísti sagðist forsetinn vera í góðum málum og þakkaði fyrir umhyggju fólks.

Það ætti ekki að koma á óvart að læknir forsetans notað tækifærið til að vekja athygli á nýja lyfinu frá Pfizer, Paxlovid, sem forsetinn á að hafa fengið. Reiknar læknirinn með að það muni hafa góð áhrif á bataferli forsetans og hann jafni sig fljótt af kvefinu.

Anthony Fauci, helsti ráðgjafi Biden stjórnarinnar í sóttvarnarmálum, sem einnig er fjórbólusettur var gefið Paxlovid þegar hann fékk Covid en við það versnaði honum bara.

Að fjórsprautaður forsetinn hafi smitast af veirunni er enn ein staðfesting á því að tilraunabóluefnin koma ekki í veg fyrir dreifingu veirunnar.

Eftir tvær fyrstu sprauturnar af mRNA tilraunaefninu frá Pfizer sem forsetinn er sagður hafa fengið, er hann sagður hafa fengið fyrsta örvunarskammtinn í september sl. og þann seinni í mars sl.

Þrátt fyrir lítil veikindi og að vera í góðum málum og enn við störf mun Biden, sem er 79 ára, fylgja leiðbeiningum Farsóttarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) og einangra sig á meðan hann jafnar sig af kvefinu og þeim hefðbundnu kvefeinkennum sem lýst er að hann hafi fengið.

Joe Biden forseti og Anthony Fauci voru meðal þeirra sem sögðu í upphafi að ekki væri hægt að fá Covid væri maður bólusettur með svokölluðu Covid bóluefni. Upptöku af því má sjá hér neðar:

Meira um málið má lesa í DailyMail.Skildu eftir skilaboð