Hollenskir bændur og vörubílstjórar með baráttufund í Amsterdam í dag

frettinErlentLeave a Comment

Bændur í Hollandi og stuðningsmenn þeirra, meðal annars vörubílstjórar héldu áfram mótmælum sínum í dag vegna áforma hollensku ríkisstjórnarinnar um að draga úr losun nítrógens, áætlun sem mun neyða marga bændur til að fækka búfé sínu eða hætta alfarið landbúnaðarstörfum.

Í dag söfnuðust bændur og stuðningsmenn þeirra saman í miðborg Amsterdam. Sjá mátti fjölda hollenska fána á lofti og einnig þann kanadíska en hugmyndin að mótmælum bænda í Hollandi er komin frá trukkamótmælunum sem fóru fram í Kanada í vetur.

Hollenski lögfræðingurinn og stjórnmálaskýrandinn Eva Vlaardingerbroek útskýrði fyrir stuttu á bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News út á hvað mótmæli hollenskra bænda ganga.

Hún sagði að „nítrógenkrísan“ sem stjórnvöld nota sem átyllu til að setja hömlur á landbúnað í Hollandi væri tilbúningur og raunverulega ástæðan væri sú að ríkið væri að stela landinu af bændunum. Hömlurnar sem ríkið er að setja á bændur mun gera bændurna flesta gjaldþrota.

Hér neðar má sjá upptökur frá bændamótmælunum í Amsterdam, þar sem m.a. fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, General Flynn, flutti ávarp í gegnum fjarfundabúnað.




Skildu eftir skilaboð