Ný rannsókn á apabólu: Kynlíf á milli karla drífur faraldurinn áfram

frettinErlentLeave a Comment

Læknatímaritið NEJM (New England Journal of Medicine) hefur birt nýja rannsókn um apabólusmit. Skoðuð voru 528 tilfelli á 43 svæðum í 16 löndum og leiddi rannsóknin í ljós að kynlíf á milli karla drífi faraldurinn áfram.

98% smitaðra voru samkynhneigðir eða tvíkynhneigðir karlar, 75% voru hvítir, 41% voru með HIV. Engar konur. Talið er að 95% tilfella hafi smitast við kynlíf.

Engin dauðsföll voru meðal þeirra 528 þátttakenda sem voru greindir með apabólu. 90% greindra tilfella voru í Evrópu. Miðgildi aldurs var 38, og aldursbilið 18 til 68 ára.

Rannsóknina má sjá hér.


Skildu eftir skilaboð