Met slegið í dauðsföllum Íslendinga – ekki fleiri látist á einni viku

frettinInnlendarLeave a Comment

Fyrstu 26 vikur ársins 2022 dóu að meðaltali 53,8 í hverri viku eða 8,8 fleiri en fyrstu 26 vikur áranna 2017-2021, þegar 45 dóu að meðaltali. Í níundu viku ársins, þ.e. 28. febrúar til 6. mars 2022 dóu 78 einstaklingar en ekki hafa fleiri dáið á einni viku á tímabilinu 2017-2022. Að jafnaði dóu flestir í aldursflokknum 90 ára og eldri yfir tímabilið 2017-2022. (Fram til ársins 2017 hafa tölur fyrir dána ekki verið teknar saman fyrir dána eftir vikum.)

Tíðasti aldur látinna fyrstu 26 vikur 2022 var 87 ár en það var einnig tíðasti aldur fyrir sömu vikur áranna 2017-2021. Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofu Íslands.

Á myndinni hér að neðan má sjá línurit yfir þróun á vikulegri dánartíðni árin 2017-2022. Til þess að sýna betur þróun vikulegrar dánartíðni eru línurnar í myndritinu tregbreytilegar og miðað við 10 vikna hlaupandi meðaltal í stað þess að sýna hráar talningar gagnanna. Með þessu móti er auðveldara að bera saman og skoða þróun yfir þau ár sem liggja til grundvallar enda er vikuleg dánartíðni yfirleitt mjög lág á Íslandi og tölurnar talsvert flöktandi frá einni viku til annarrar.

Þar seg­ir einnig að taln­ing­ar á dán­um fyr­ir árið 2022 séu byggðar á bráðabirgðatöl­um sem þýðir að lík­legt sé að um van­mat á fjölda sé um að ræða, aðallega vegna síðbú­inna dán­ar­til­kynn­inga.

Skildu eftir skilaboð