Auðvitað ljúga þeir

frettinPistlar1 Comment

Jón Magnússon skrifar:

Fésbókarfærsla vararíkisssaksóknara um hælisleitendur sem gera sér upp kynhneigð er af mörgum talin óviðurkvæmileg. Samtökin 78 eru meðal þeirra og ætla að kæra hann. Fróðlegt væri að vita hvað hann hefur gert á hluta samtaka og hvernig kæran hljóðar.

Ummælin voru: Auðvitað ljúga þeir. Flestir koma í von um meiri pening og betra líf. Hver lýgur sér ekki til bjargar? Þar fyrir utan er einhver skortur á hommum á Íslandi?

Vararíkissaksóknari hefur bent á rannsóknir lögreglu sem sýna að sumir,sem hafa fengið alþjóðlega vernd sem samkynhneigðir hafi síðan verið kærðir fyrir kynferðisbrot gagnvart konum. 

Hvað svo sem líður kynferðisbrotum gegn konum af hálfu þessara „samkynhneigðu karla“ sem fengu alþjóðlega vernd vegna kynhneigðar, þá sýnir þetta að ummæli vararíkissaksóknara um að menn ljúgi sér til bjargar eiga rétt á sér. 

En svo kemur hortitturinn í færslunni. „er einhver skortur á hommum á Íslandi“ Þetta hefur verið gert að aðalatriði. 

Segjum sem svo, að vararíkissaksóknari hefði verið að fjalla um þá sem koma frá íslömsku ríkjunum og þykjast vera kristnir og fá alþjóðlega vernd á þeim grundvelli en reynast síðan vera römmustu íslamistar. Það sama á við þá þ.e. að þeir eru að ljúga til að komast inn í landið eins og sumir þeirra sem segjast vera samkynhneigðir. 

Hefði svo vararíkisaksóknari bætt við  „er einhver skortur á kristnu fólki á Íslandi.“  Samskonar ummæli sem eiga við  í báðum tivikum, annarsvegar er verið að gera sér upp kynhneigð en hinsvegar trúarskoðanir ranglega. Hefði þá verið einhver grundvöllur fyrir þjóðkirkjuna að kæra vararíkissaksóknara? Að sjálfsögðu ekki og engum þar á bæ hefði dottið það í hug.

Svo illa vildi til að vararíkissaksóknari var á jarðsprengjusvæði þegar hann var að tala um að ekki væri skortur á hommum. En hefði ekki verið það hefði hann sagt það er nú heldur betur ekki skortur á kristnu fólki. 

Hvort sem það er vararíkissaksóknari eða aðrir í þessu teprulega samfélagi, þá þarf fólk jafnan að gæta orða sinna,en sérstaklega þegar vikið er að samkynhneigðum, enn betur þegar vikið er að múslimum og forðast eins og heitan eldinn að minnast nokkurn tímann á transara það virðist vera eitraðasta vilpan í vestrænni umræðu um þessar mundir. Svo eitruð að meira að segja mest lesni núlifandi bókarhöfundur heims er víða á bannlista fyrir að segja

„Það eru konur sem fara á túr“.

En samtökin 78 innibyrða allt „öðruvísi“ meira að segja BDSM og hefði því mátt ætla að þar á bæ léti fólk sér ekki bregða við ómerkilegan hortitt í ummælum vararíkissaksóknara.

One Comment on “Auðvitað ljúga þeir”

  1. Kynvillingar og stjórnmálamenn eiga ekki að komast upp með þetta, að beita þessu ofbeldi og beita ennþá meira ofbeldi ef maður svarar því. Það er annað hvort kúgun og þöggun eða harkalegt ofbeldi. Ég vil ekki búa í landi sem laðar að sér versta fólkið, ekki bara laða að sér allt of marga heldur versta fólkið, og það kynvillinga. Það er búið að safna versta fólki í heimi hingað, við verðum að losna við það.

Skildu eftir skilaboð