Sænskur vísindamaður ráðleggur mannakjötsát til að berjast gegn loftslagsbreytingum

frettinErlent, Pistlar, Þórdís B. Sigurþórsdóttir2 Comments

Sænskur vísindamaður sem talaði á ráðstefnu í Stokkhólmi árið 2019 lagði til óvenjulega leið til að berjast gegn loftslagsbreytingum á heimsvísu; að borða mannakjöt.

Magnus Söderlund, prófessor og vísindamaður við Hagfræðiháskólann í Stokkhólmi sagðist telja að mannakjötsát af látnu fólki, gæti hjálpað til við að bjarga mannkyninu ef aðeins heimssamfélagið myndi koma hugmyndinni á framfæri.

Rök Söderlund fyrir áti á mannakjöti var í fyrirrúmi í pallborðsumræðunni á Gastro-ráðstefnu sem bar heitið „Geturðu hugsað þér að borða mannakjöt? Hið „íhaldssama“ bannorð gegn áti á mannakjöti, sagði hann, gæti breyst með tímanum ef fólk myndi einfaldlega prófa að borða mannakjöt.

Sumar umræður á málþinginu snérust meðal annars um hvort mannfólkið væri of eigingjarnt til að „lifa sjálfbæru lífi“ og hvort mannát gæti verið lausnin á sjálfbærni matvæla í framtíðinni.

Þegar Söderlund var spurður í viðtali eftir ræðu hans hvort hann persónulega myndi borða mannakjöt, sagðist hann vera opinn fyrir hugmyndinni.

„Ég er nokkuð hikandi en til að vera ekki of íhaldssamur … þá verð að segja … ég væri að minnsta kosti til í að smakka það,“ sagði hann í viðtali við sænska TV4 sem horfa sjá má hér.

Hann lagði til ásættanlegri valkosti eins og að borða gæludýr og skordýr.

Heilsufarsáhætta fylgir mannkjötsáti

Áður en mannakjöt verður næsta tískufyrirbrigðið í eldhúsinu er rétt að rifja upp að sagan segir að mannáti fylgir möguleg heilsufarsáhætta.

Ættbálkur í Papúa Nýju-Gíneu stundaði það að borða sitt látna fólk í stað þess að láta orma éta það. Mannátið leiddi til faraldurs sem kallast Kuru.

Samkvæmt bandaríska læknabókasafninu stafar sjúkdómurinn af smitandi próteini sem finnst í menguðum heilavefi manna. Ástundun mannáts meðal íbúa Nýju-Gíneu lauk árið 1960.

New York Times tekur upp þráðinn

Nú þremur árum síðar, eða 23. júlí sl., tekur síðan stórblaðið The New York Times upp þráðinn og segir mannakjötsát eiga sér stað og tíma og að sá tími sé runninn upp.


2 Comments on “Sænskur vísindamaður ráðleggur mannakjötsát til að berjast gegn loftslagsbreytingum”

  1. Eina leiðin út úr vandræðum heimsins er “Eat the rich” metaphorically. Kalli prins sagði að hann og vinir hans væru með 300 trilljónir dollara sitjandi á hliðarlínunni tilbúið til að verjast hlinun jarðar, sem er algjört bull fra byrjun til enda.

    Hvað geta margir borðað fyrir 300 trilljónir dollara og hversu lengi?

    Góð spurning inn í framtíðina.

  2. Við búum á plánetu sem við þurfum að borga fyrir að vera (fyrir utan þá sem rukka) Pláneta sem hefur allt fyrir alla alltaf. Til hvers erum við að eyða lífinu sem rollur?

Skildu eftir skilaboð