Vinsæll vaxtaræktarmaður og þrír fyrrum fótboltamenn létust skyndilega

frettinErlentLeave a Comment

Vaxtarræktarmaðurinn og dómari í vaxtarækt, Jerry Ward, lést skyndilega í síðustu viku 46 ára að aldri. Andlát hans er það síðasta af mörgum í íþróttinni undanfarið. Ekki er enn ljóst hver dánarorsökin er en hann átti ekki við nein veikindi að stríða.

Ward birti myndband á YouTube rás sinni nokkrum klukkustundum áður en hann lést. Samkvæmt Dave Palumbo hjá fyrirtækinu Rx Muscle hafði Ward sagst mögulega hafa tognað við vinstra rifbein.

Palumbo sagði að Ward hafi haldið að hann hefði meitt sig þegar hann var að bera farangur og að honum hafi versnað eftir að hafa farið í nudd.

„Jerry dó skyndilega í gærkvöldi. Hann var hér í Pittsburgh á Live Stream að fjalla um vaxtaræktarkeppnina NPC Teen, Collegiate & Masters Nationals.

Þrír fótboltamenn létust skyndilega

Í síðustu viku létust einnig þrír fótboltamenn; Charles Johnson, fyrrum NFL leikmaður lést skyndilega 50 ára að aldri. Hann lék tvö tímabil með Eagles. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp.

Paul Duncan, einnig fyrrum NFL leikmaður, lést 35 ára gamall þegar hann var úti að hlaupa í hverfi sínu og fór í hjartastopp.

Þá lést einnig skyndilega fyrrum bakvörður South Carolina, Phil Petty  sem var 43 ára. Hann leiddi Gamecocks til sigurs í Outback Bowl. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp.

Rannsókn á óútskýrðum skyndidauða meðal ungs fólks

Daily Mail sagði frá því fyrr í sumar að ungt og heilbrigt fólks væri að deyja skyndilega og óvænt úr „dularfullu heilkenni“ og að breskir læknar leiti nú svara og styðjist við nýja skrá. Heilkennið, þekkt sem SADS (Sudden Adult Death Syndrome), óútskýrður skyndidauði, hefur verið banamein margra burt séð frá heilbrigðum lífsstíl.

Skildu eftir skilaboð