Veita skal transkörlum stuðning við „brjóstkassagjöf“ skv. ráðlegginum sérfræðinga

frettinErlentLeave a Comment

Rannsóknir sýna að transfólk og fólk af ólíkum kynjum standi oft frammi fyrir ýmsum hindrunum í heilbrigðisþjónustu, og finnst það vera „dæmt og misskilið“.

Transkarlar ættu að fá stuðning við að gefa börnum sínum „brjóst“ ef þeir kjósa svo, segja sérfræðingar.

Í drögum að nýjum ráðleggingum frá Royal háskólanum í fæðinga- og kvensjúkdómafræðum á Bretlandi (RCOG) er lagt til að spyrja eigi transkarlmenn áður en barn þeirra fæðist hvernig þeir vilja næra barnið og kjósi þeir að vera með barnið í „brjóstkassagjöf“ (e. chestfeeding) ætti að bjóða þeim viðeigandi stuðning.

Hvað er brjóstkassagjöf?

Brjóstkassagjöf er í raun það sama og brjóstagjöf. Hormón koma líkamanum til að framleiða mjólk, mjólkin fer í gegnum kirtla og rásir sem enda við geirvörtuna til að næra ungabarn.

Brjóstkassagjöf er notuð meðal einstaklinga sem hafa nýlega fætt barn en skilgreina sig ekki sem konu. Þeir kunna að vera transfólk sem var úthlutað kvenkyni við fæðingu en skilgreinir sig nú sem karlmenn. Brjóstkassagjöf er einnig notuð meðal fólks sem er kynsegin.

Fólk sem skilgreinir sig kvenkyns gæti líka viljað brjóstkassagjöf vegna líkamlegra eða tilfinningalegra áverka eða áfalls sem kunna að tengjast brjóstunum. Fyrir þá einstaklinga gæti orðið „brjóstkassi“ því ekki verið eins ögrandi og orðið „brjóst“ kynni að vera.

Ráðleggingarnar varða transfólk og fólk af ýmsum kynjum í tengslum við fæðingu, getnaðarvarnir, frjósemi, „kvensjúkdómaaðgerðir,“ krabbameinsmeðferð og annars konar þjónustu.

Skjalið sem inniheldur ráðleggingarnar á umbótum hefur verið lagt fyrir samráðshóp.

SkyNews sagði frá.

Skildu eftir skilaboð