303 alvarlegar aukaverkanir tilkynntar Lyfjastofnun vegna Covid bóluefna – hvað þýðir það í raun?

frettinInnlendarLeave a Comment

Lyfjastofnun hefur borist í heildina 6.185 tilkynningar um grunaðar aukaverkanir af Covid bóluefnum, þar af eru 303 flokkaðar sem alvarlegar.    

Hlutfall bólusettra á Íslandi er 82,62% samkvæmt Covid.is 24. júlí 2022.  (Mannfjöldi á Íslandi árið 2022 er 376.248 og 310.858 hafa fengið a.m.k. einn skammt af Covid sprautuefni).  

Í þessari umfangsmiklu Harvard rannsókn má til dæmis sjá að hlutfall tilkynntra aukaverkana til Lyfja-og matvælastofnunar Bandaríkjanna (FDA) er innan við 1% og samkvæmt þessari grein í Læknablaðinu frá árinu 2017 segir að rannsóknir sýni að almennt séu innan við 10% aukaverkana tilkynntar.

Hvað þýða 303 tilkynntar alvarlegar aukaverkanir í raun?

Ef miðað er við að 1% alvarlegra aukaverkana hafi verið tilkynnt til Lyfjastofnunar jafngildir það því að 30.300 manns hafi fengið alvarlega aukaverkun sem er u.þ.b. 1 á hverja 10 sprautaðra. 

Ef miðað er við að 10% alvarlegra aukaverkana hafi verið tilkynnt til Lyfjastofnunar jafngildir það því að 3.030 manns hér á landi hafi fengið alvarlegar aukaverkanir sem er u.þ.b. 1 á hverja 103 sprautaðra

 
Hverjir senda inn tilkynningar?

Læknum og heilbrigðisstarfsfólki ber (siðferðisleg) skylda að tilkynna Lyfjastofnun þegar grunur liggur á aukaverkunum lyfja og þá sérstaklega þegar um er að ræða alvarlegar aukaverkanir.

Samkvæmt svari frá Lyfjastofnun hefur heilbrigðisstarfsfólk tilkynnt 130 af þessum 303 alvarlegu tilfellum vegna Covid sprautuefna en einstaklingar 173.

Athygli vakti frétt í fyrra sumar um 19 ára íslenska stúlku sem lamaðist fyrir neðan mitti daginn eftir Moderna bólusetningu og taldi hún að læknarnir myndu sjá um að tilkynna til Lyfjastofnunar, en gerðu ekki. Hún gerði það því sjáf.

Hvað er alvarleg aukaverkun?

Alvarleg aukaverkun samkvæmt skilgreiningu Lyfjastofnunar er aukaverkun eða óæskileg áhrif lyfs sem leiðir til dauða, lífshættulegs ástands, sjúkrahúsvistar eða lengingar á sjúkrahúsvist, veldur fötlun eða fæðingargalla hjá mönnum. Einnig eru þær tilkynningar sem taldar eru klínískt mikilvægar flokkaðar sem alvarlegar.

Skildu eftir skilaboð