Forsetahjón Úkraínu sitja fyrir á forsíðu Vogue

frettinErlent1 Comment

Forseti og forsetafrú Úkraínu sitja fyrir á forsíðu tískublaðsins Vogue. Í blaðinu fjallar forsetinn um stríðið og ást sína á eiginkonu sinni.

Einhverjir kunna að  kannski að spyrja hvernig forsetinn hafi tíma fyrir Vogue myndatöku innan um annasama dagskrá hans og þegar land hans er í stríði og fólk hans að deyja?

Zelenksky hefur undanfarið sinnt hinum ýmsu verkefnum eins og að koma fram í myndbandi fyrir Grammy verðlaunin, og Cannes kvikmyndahátíðina. Einnig hefur hann komið fram í myndbandi hjá World Economic Forum (Davos klíkan) og Bilderberg hópnum. Hann hefur ennig átt fundi með frægum einstaklingum eins og Ben Stiller, Sean Penn, og Bono og Edge úr hljómsveitinni U2.

En þrátt fyrir glæsileikann á forsíðu tískublaðsins, þá er hugmyndin í raun sú að vekja athygli á því sem er að gerast í Úkraínu og Zelenskyy segir lesendum hvers vegna það þurfi að halda áfram að berjast fyrir frelsi Úkraínu. „Við erum að berjast fyrir málum sem gætu gerst í hvaða landi sem er í heiminum,“ sagði úkraínski leiðtoginn.


One Comment on “Forsetahjón Úkraínu sitja fyrir á forsíðu Vogue”

Skildu eftir skilaboð