Fjórbólusettur Bandaríkjaforseti með Covid í annað sinn á stuttum tíma

frettinErlentLeave a Comment

Hinn fjórbólusetti Biden Bandaríkjaforseti er aftur kominn með COVID-19, fáeinum dögum eftir að hafa jafnað sig á fyrri sýkingu. Forsetinn fékk nýja lyfið Paxlovid sem er á neyðarleyfi (EUA), rétt eins og Covid bóluefnin, til að meðhöndla veikindin, sagði hann á Twitter.

Biden sagði á Twitter að svokölluð „bakslags“ smit eins og  í hans tilfelli gerast „hjá litlum minnihluta fólks.

„Ég er ekki með nein einkenni en ég ætla að einangra mig í öryggisskyni vegna allra þeirra sem eru í kringum mig,“ skrifaði hann.

Anthony Fauci, einnig fjórsprautaður, og helsti ráðgjafi Biden stjórnarinnar lenti í því sama, þ.e.a.s. að fá Covid aftur eftir að hafa tekið lyfið Paxlovid. Ef marka má fjölmiðla, þá var Fauci þó veikari eftir Paxlovid kúrinn heldur en forsetinn.

Bæði Biden og Fauci, ásamt forstjóra Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (DCD) sögðu í upphafi faraldurs, að léti maður sprauta sig með svokölluðum Covid bóluefnum fengi maður ekki Covid.

Hér má heyra þá og fleira merkisfólk fullyrða þetta.


Skildu eftir skilaboð