Sjötti læknirinn deyr skyndilega í Kanada – 44 ára gamall

frettinErlentLeave a Comment

Fréttin sagði frá því í gær að fimm læknar á Toronto svæðinu í Kanada hefðu látist skyndilega með stuttu millibili í júlí. Orðrómur á samfélagsmiðlum um að læknarnir hefðu nýlega fengið fjórðu Covid sprautuna, sem kanadísk yfirvöld hafa nýlega byrjað að bjóða öllum 18 ára og eldri,  varð til þess að sjúkrahúsin sendu frá sér yfirlýsingu um að dauði þeirra tengdist ekki sprautunum.

Heilbrigðisyfirvöld í Saskatchewan (SHA) og Emmanuel Health sendu síðan frá sér yfirlýsingu í gær, 29. júlí, þar sem þau segjast harma andlát Dr. Shahriar Jalali Mazlouman, heimilislæknis frá Melville sem hafði látist óvænt laugardaginn 23. júlí í sundi. Mazlouman var 44 ára og er sjötti læknirinn í Kanada sem deyr skyndilega í júlí mánuði einum.

Heilbrigðisyfrivöld sögðu jafnframt að truflanir gætu orðið á bráðamóttökunni, þar sem unnið var að því endurskipuleggja vaktir Dr. Mazlouman.


Skildu eftir skilaboð