Söguleg sátt í hópmálssókn heilbrigðisstarfsmanna sem þvingaðir voru í Covid sprautur eða misstu störf sín

frettinErlentLeave a Comment

Bandarísku samtökin Liberty Counsel náðu í gær sátt í fyrstu hópmálssókn þjóðarinnar fyrir heilbrigðisstarfsmenn vegna COVID-19 bólusetningaskyldu. Umsamin fjárhæð er rúmlega 10.3 milljónir dollara.

Sáttin var gerð við heilbrigðisstofnunina NorthShore University HealthSystem í Illinois fyrir hönd rúmlega 500 núverandi og fyrrverandi heilbrigðisstarfsmanna sem var mismunað með ólögmætum hætti og neitað um undanþágu af trúarlegar ástæðum til að fara í COVID-19 sprautur.

Sáttin sem samþykkt var, var lögð fram í gær í alríkishéraðsdómi Illinois.

NorthShore mun greiða 10.337.500 dollara í bætur til viðkomandi heilbrigðisstarfsmanna sem voru fórnarlömb trúarlegra skoðana og refsað fyrir að hafna sprautuefni þar sem í framleiðslu þess var notast var við fósturfrumur úr eyddu fóstri.

Þetta er söguleg sátt, og fyrsta sinnar tegundar, í hópmálsókn gegn einkareknu fyrirtæki sem neitaði með ólögmætum hætti að taka mark á undanþágubeiðnum fyrir COVID-19 sprautum. Alríkisdómstóll þarf að samþykkja sáttina.

Starfsmenn NorthShore sem synjað var um undanþágur af trúarlegum ástæðum munu fá tilkynningu um sáttina og fá tækifæri til að gera athugasemdir, andmæla, afþakka eða óska eftir að sækja um greiðslu úr sáttasjóðnum, í samræmi við tímamörk, ákveðinn af dómnum.

NorthShore þarf að breyta stefnu sinni

Dómsáttin felur einnig í sér er að NorthShore breyti ólögmætri stefnu sinni um „engar trúarlegar undanþágur“ í samræmi við bandarísk lög og fyrirtækið verði framvegis að veita undanþágur af trúarlegum ástæðum á öllum sínum starfsstöðum. Ekki megi útiloka nokkurn ósprautaðan starfsmann frá neinni stöðu sem krefst undanþágu vegna lífsskoðana sinna.

Að auki munu starfsmenn sem sagt var upp  í tengslum við COVID-sprautuefnið eiga rétt til endurráðningar, sæki þeir um innan 90 daga frá lokauppgjöri sem dómstóllinn ákveður og mun starfsfólkið halda sínum áður uppsöfnuðu réttindum.

Fjárhæð einstakra greiðslna úr uppgjörssjóðnum fer eftir því hversu margar gildar og tímanlegar umsóknir berast í ferlinu.

Hver starfsmaður fær um 25.000 dollara 

Ef sáttin er samþykkt af dómstólnum og allir eða nánast allir starfsmenn sækja tímanlega um úr sjóðnum er áætlað að hver starfsmaður sem sagt var upp eða sagði upp vegna skoðana sinna í tengslum við COVID-sprautur fái um það bil 25.000 dollara hver. Starfsmenn sem neyddir voru í COVID-sprautu til að halda starfinu fá um það bil $3,000 hver.

Heilbrigðisstarfsmennirnir 13 sem eru aðalstefnendur í málinu munu fá um 20.000 dollara til viðbótar hver fyrir sitt mikilvæga hlutverk við að höfða mál og koma fram fyrir hönd NorthShore heilbrigðisstarfsmanna.

Skildu eftir skilaboð