Trans-stofnuninni Tavistock lokað í Bretlandi

frettinPistlarLeave a Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson kennara og blaðamann:

Eina stofnunin í Bretlandi sem kynbreytti ungmennum, Tavistock transgender clinic, var lokað með þeim rökum að stofnunin væri ekki örugg fyrir börn.

18 ár eru síðan að vakin var athygli á að ungmenni voru sett í kynbreytingarferli í nafni hugmyndafræði. Þúsundir ungmenna fóru í meðferð er fólu í sér óafturkræfar breytingar á líkama þeirra. Dæmi eru um að 16 ára börn voru sett á lyf til að breyta kyni eftir eitt viðtal. Lyf sem bæla kynþroska eru heilsuspillandi.

Við munum horfa tilbaka með hryllingi til þess tíma þegar börnum var misþyrmt með læknisfræði er þjónaði hugmyndafræði," segir Suzanne Moore dálkahöfundur Telegraph.

Á einum áratug fjölgaði börnum sem vildu kynskipti um 4000 prósent, já fjögur þúsund, fór úr 250 árið 2011 og á sjötta þúsund tíu árum síðar.

Ástæðan er að ungmennum var talin trú um að hægt væri að fæðast í röngum líkama. Það er ekki hægt: meðvitundin fæðist með líkamanum, kemur ekki sérpöntuð.

Stonewall-hreyfingin, sem gat sér gott orð á sínum tíma í baráttunni fyrir réttindum samkynhneigðra, tók transmenninguna upp á sína arma og bjó til hugmyndafræðina um að meðvitundin passaði ekki við líkamann. Dagar Stonewall eru taldir, segir Miriam Cates.

Á upplýstum tímum á ekki að vera hægt að misþyrma börnum með læknisfræði. En við lifum tíma and-skynsemi þar sem hugmyndafræði leggur línurnar fyrir vísindin. Hryllingur.

Skildu eftir skilaboð