Nýja Sjáland skattleggur ropið úr búfénaði til að minnka metanlosun – eru „vistvænar kýr“ lausnin?

frettinErlentLeave a Comment

Nýja Sjáland hyggst skattleggja ropið úr kúm og sauðfé til að takast á við eina stærstu uppsprettu gróðurhúsalofttegunda í landinu.

Tillagan myndi gera Nýja Sjáland, sem er stór landbúnaðarútflytjandi, fyrsta landið til að láta bændur borga fyrir losun frá búfé, sagði umhverfisráðuneytið.

Í Nýja Sjálandi búa 5 milljónir manna, um 10 milljónir nautgripa og 26 milljónir kinda og kemur helmingur heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda kemur frá landbúnaði, aðallega metani, en losun í landbúnaði hefur áður verið undanþegin losunarheimildum.

Samkvæmt drögum að áætluninni, sem sett er saman af fulltrúum stjórnvalda og bændasamfélaga, þurfa bændur að greiða fyrir losun sína frá og með árinu 2025. Skammlífar og langlífar gróðurhúsalofttegundir í landbúnaði verða ekki verðlagðar eins, þó að notaður verði einn mælikvarði til að reikna út magnið.

Líklegt er að kostnaðurinn bitni á neytendum, sem gæti hugsanlega hækkað verð á kjöti en hætta er líka á að bændur á Nýja Sjálandi fari með landbúnað sinn úr landi tilað forðast skattlagninguna og því mu aðgerðin hugsanlega ekki draga úr heildarlosun.

Töluvert magn af metani (CH4) myndast þegar jórturdýr melta fæðu. Dýrin losa sig við metanið með vindgangi en þó aðallega með því að ropa. Styrkur metans í andrúmslofti hefur aukist nokkuð á undanförnum áratugum og er talið að aukninguna megi að miklum hluta rekja til fjölgunar nautgripa til þess að bregðast við sífellt aukinni fæðuþörf mannkyns.

Eru vistvænar kýr lausnin?

Í Rúmeníu eru þó komnar til sögunnar vistvænar kýr (ECO-COWS) sem gætu dregið úr þessum vanda. ECO-COW er dýr sem þarf ekki lengur a' neyta fæðu um munn því allt sem dýrið þarf fer beint í magann og  mun dýrið því lítið sem ekkert þurfa að ropa.  Þess konar fyrirbæri má sjá hér neðar:



Skildu eftir skilaboð