Síamstvíburar aðskildir með hjálp sýndarveruleika

frettinErlentLeave a Comment

Brasilískir síamstvíburar sem voru fastir saman við höfuðið, hafa verið aðskildir með hjálp sýndarveruleika.

Þeir Bernardo og Arthur Lima sem eru þriggja ára gamlir gengust undir skurðaðgerðir í Rio de Janeiro, með leiðsögn frá Great Ormond Street sjúkrahúsinu í London.

Sérfræðingarnir sem stóðu að aðgerðinni eyddu mánuðum í að prófa tækni með sýndarveruleikalíkönum tvíburanna, byggðar á tölvusneiðmynda- og segulómun.

Því var lýst af skurðlækninum Noor ul Owase Jeelani að aðgerðin hafi verið flóknasta aðskilnaðarferli frá upphafi en það var góðgerðarstofnunin Gemini Untwined sem styrkti verkefnið en hún var stofnuð árið 2018.

Jeelani sagði að í fyrsta skipti hefðu skurðlæknar í sitthvorum löndum verið með heyrnartól og starfað saman í sama „sýndarveruleikaherbergi“.

Tvíburarnir fóru í sjö skurðaðgerðir, sem tóku meira en 27 klukkustundir, en í lokaaðgerðinni einni og sér, voru tæplega 100 læknar sem tóku þátt.

Dr. Jeelani við PA fréttastofuna: „Þetta er bara dásamlegt. Það er virkilega frábært að sjá líffærafræðina og sýndarveruleikatæknina sjá um aðgerðina sem kemur í veg fyrir óþarfa áhættu fyrir börnin.“

„Þú getur ímyndað þér hversu traustvekjandi það er fyrir skurðlæknana. Að sumu leyti eru þessar aðgerðir taldar þær erfiðustu á okkar tímum og að gera þær í sýndarveruleika, þetta eru í raun alger geimvísindi,“ bætti læknirinn við.

Hann sagði að áður hafi verið reyndar árangurslausar tilraunir til að aðskilja drengina en því miður var það of áhættusöm og flókin aðgerð sem ekki var lagt í.

Herra Jeelani sagðist vera „algerlega úrvinda“ eftir 27 klukkustunda aðgerði, þar sem hann tók aðeins fjögur 15 mínútna hlé til að borða og drekka, en það var „dásamlegt“ að sjá fjölskylduna yfir sig glaða af hamingju eftir að aðgerðin tókst svona vel.

Hann bætti við að eins og hjá öllum síamstvíburum eftir aðskilnað hafi blóðþrýstingur og hjartsláttur drengjanna verið mjög hár og hraður - þar til þeir sameinuðust aftur fjórum dögum síðar og snertu hendur hvors annars.

Tvíburarnir eru á góðum batavegi á sjúkrahúsi og munu fá stuðning með sex mánaða endurhæfingu.

Skildu eftir skilaboð