Þjóðverjar slökkva ljósin til að afstýra hörmungum – orskuskortur í þróuðu ríki fordæmalaus

frettinErlentLeave a Comment

Þýsk stjórnvöld voru sein til að bregðast við samdrætti Rússa á gasbirgðum. Nú er verið að minnka ljósanotkun og heitt vatn í landinu í þeim tilgangi að afstýra hörmungum.

Það er enn sumar, en Þýskaland hefur lítinn tíma til að afstýra orkuskorti í vetur sem væri fordæmalaus fyrir þróað ríki. Stór hluti Evrópu finnur fyrir álaginu vegna samdráttar Rússa á gasflutningi en ekkert annað land er eins berskjaldað og Þýskaland.

Skömmtun og samdráttur er yfirvofandi hjá Þjóðverjum og yfirvöld hafa lýst yfir áhyggjum af ólgu í samfélaginu ef orkuskorturinn fer úr böndunum.

Skildu eftir skilaboð