Dauðsföll í aldurshópnum 50-54 ára hafa aukist um helming miðað við meðaltal síðustu ára

frettinInnlendarLeave a Comment

Hagstofan gaf út skýrslu 25. júlí sl. með fjölda látinna á fyrri hluta ársins 2022.

Á fyrstu 26 vikum ársins 2022 dóu að meðaltali 53,8 í hverri viku eða 8,8 fleiri en fyrstu 26 vikur áranna 2017-2021, þegar 45 dóu að meðaltali á viku. Í níundu viku ársins, þ.e. 28. febrúar til 6. mars 2022 dóu 78 einstaklingar en ekki hafa fleiri dáið á einni viku á tímabilinu 2017-2022 (Hagstofan hafði fyrir þann tíma ekki tekið saman fjölda látinna eftir vikum).

Tíðasti aldur látinna fyrstu 26 vikur 2022 var 87 ár en það var einnig tíðasti aldur fyrir sömu vikur áranna 2017-2021. Þetta kemur fram í tilkynningu Hagstofu Íslands. 

235 umframdauðsföll í hópnum 50 ára og eldri

Tölur Hagstofunnar sýna einnig að 235 umframdauðsföll voru í hópnum 50 ára og eldri á þessum fyrstu 26 vikum ársins miðað við meðaltal fyrstu 26 vikna áranna 2017-2021, sem er 21.44% aukning.

50,86% aukning hjá 50-54 ára

Fjöldi andláta í hópnum 50-54 ára sker sig úr en þar er aukningin 50,86% á fyrstu 26 vikum ársins miðað við meðaltal fyrstu 26 vikna síðustu ára. Næst mesta aukningin á tímabilinu er hjá 75-79 ára, eða 44,16%.

Þá sker sig einnig úr fjöldi látinna barna 0-4 ára á árinu 2021 en þar er aukningin um 100% miðað við meðaltal áranna áður. Árið 2022 lækkar fjöldinn á ný sbr. töfluna hér neðar sem unnin er úr tölum Hagstofunnar og nær yfir fyrstu 26 vikur 2017-2022.

Skildu eftir skilaboð