Eftir Pál Vilhjálmsson kennara og blaðamann:
Sendiferð namibískra yfirvalda til Íslands í sumar var fréttaefni tveggja fjölmiðla í gær, Vísis og Fréttablaðsins. RSK-miðlar, RÚV, Stundin og Kjarninn, opnuðu Namibíumálið fyrir þremur árum með Jóhannesi uppljóstrara Stefánssyni þögðu. Hvers vegna?
Jú, fyrir það fyrsta er málið dautt hross. Enginn Íslendingur er ákærður þar syðra, aðeins heimamenn. Samherji veiddi fisk og seldi og það kallast lögmæt viðskipti.
Maðurinn sem heldur öðru fram, Jóhannes uppljóstrari, þverneitar að gefa sig fram við namibísk yfirvöld. Hann hefur heldur ekki lagt fram nein gögn sem sanna að Samherji hafi stundað mútur og spillingu í Namibíu.
Sendinefndin frá Afríku heimsótti Ísland til að kynna sér stöðu málsins hér heima. Jóhannes hefur gefið héraðssaksóknara skýrslu en ekkert saknæmt kom í ljós. Af pólitískum ástæðum getur héraðssaksóknari ekki hætt rannsókn. Embættið fékk sérstaka fjárveitingu frá alþingi til að rannsaka Samherja. Sem er ekki samkvæmt meginreglum réttarríkisins. Fái saksóknari sérstaka fjármuni til að rannsaka tiltekinn aðila er óheilbrigður hvati innbyggður í rannsóknina. Þetta gerist þegar óvandaðir RSK-miðlar eru í bílstjórasætinu.
Seinni ástæðan fyrir þögn RSK-miðla um Namibíumálið er að fjórir blaðamenn þaðan eru sakborningar í sakamáli kennt við Pál skipstjóra Steingrímsson og varðar byrlun og gagnastuld.
Blaðamennirnir fjórir hafa verið á hlaupum undan réttvísinni í hálft ár, beitt kærumálum til að komast hjá yfirheyrslu. En nú er líklega búið að tæma allar kæruleiðir og blaðamennirnir verða í mæta í yfirheyrslu í þessari viku eða næstu.
Af skiljanlegum ástæðum vilja Þórður Snær og Arnar Þór á Kjarnanum, Aðalsteinn á Stundinni og Þóra á RÚV ekki að Namibíumálið sé fréttaefni á eigin miðlum sömu dægrin og þau loksins, loksins drattast á lögreglustöðina. Í járnum ef ekki vill betur. Þögn RSK-miðla um sakborningana á Íslandi yrði svo himinhrópandi í samburði við alla rætnu umfjöllunina um saklausu Samherjamennina í Namibíu.
3 Comments on “RSK-miðlar þegja um Namibíumál”
Allir í þessu landi vita af vinnubrögðum Samherja, sögurnar um hlunnfarna sjómenn, skattaundanskot og aðra glæpa-kollhnísa hafa gengið í áratugi. Þegar þetta mútumál kemur upp þá kemur það bara ekkert á óvart.
Það sem kemur á óvart er hversu margir bera blak af spillingunni eða eru leigupennar, fólk sem veit betur en er reiðubúið að styðja spillingu fyrir nokkrar aukakrónur í launaumslagið; aumkunarvert fólk sem sem hefur engin prinsípp en eru hórur fyrir peninga. Landið virðist orðið gegnsósa í svoleiðis fólki.
Páll vilhjálmson kennari er varla nothæfur fyrr en hann sjálfur lærir rétt frá röngu og að skilja hvað æra er og hvers vegna slík er mikilvæg. Hann þarf að hætta að bera blak af glæpamönnum, jafnvel þó það komi honum vel fjárhagslega. Annars er lítið varið í það sem hann kennir.
Skúli, þú átt ekkert í Pál Vilhjálmsson, ekkert m.v. þetta krot þitt.
stafanaudunn – Við erum hérna að tjá skoðanir okkar, … sumir mynda sér skoðanir eftir sem ríma við karakter þeirra og prinsípp, aðrir, sem ég gagnrýni í fyrri pósti hafa þá skoðun sem borgar best og eru þess vegna hórur, eins og Páll Vilhjálmson og enn aðrir taka upp og halda með skoðunum eins og ef þau væru fótboltalið og þú stefanaudunn ert augljóslega einn af þeim.