CDC viðurkennir tengsl milli hjartabólgu og Covid-19 bóluefna: gáfu rangar upplýsingar í fyrri skýrslum

frettinErlentLeave a Comment

Bandaríska sóttvarnarstofnunin (CDC) hefur ítrekað haldið því fram að engin þekkt tengsl séu á milli hjartabólgu og COVID-19 bóluefna, allt fram til október 2021.

Embættismenn CDC fullyrtu ranglega og viðurkenndu það í svari við fyrirspurn sem send var á stofnunina árið 2021 á grundvelli upplýsingalaga. CDC hefur unnið að því að greina hættuna á hjartavöðvabólgu og gollurshússbólgu eftir bólusetningu, sem er tvenns konar hjartabólga. Hvorutveggja byrjaði að greinast í hærra hlutfalli en búist var við eftir að farið var að gefa COVID-19 sprautuefni vorið 2021.

Teymið einbeitir sér að því að rannsaka gögn frá bandaríska bóluefnatilkynningakerfinu (VAERS), eftirlitskerfi sem er rekið af CDC og Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna (FDA).

Leitað var að gögnum sem náðu yfir tímabilið 2. apríl 2021 - 2. október 2021

„National Center for Emerging Zoonotic Infectious Diseases, sem er hluti af CDC, framkvæmdi leit í gögnum okkar sem leiddu ekki í ljós nein skjöl sem varða beiðni þína,“ sagði Roger Andoh, skjalavörður CDC, við The Epoch Times.

Engir útdrættir eða skýrslur voru tiltækar vegna þess að „tengsl milli hjartavöðvabólgu og mRNA COVID-19 bólusetningar voru ekki þekkt á þeim tíma,“ bætti Andoh við.

Bæði Pfizer og Moderna COVID-19 bóluefnin eru byggð á boðbera RNA (mRNA) tækni.


Fyrstu tilkynningar um hjartavöðvabólgu

Tilkynningar um hjartabólgu eftir COVID-19 bólusetningu voru fyrst gerðar opinberar í apríl 2021 af bandaríska hernum, sem uppgötvaði málið ásamt ísraelskum yfirvöldum langt á undan CDC.

Dr. Rochelle Walensky, forstjóri CDC, sagði í þessum mánuði að stofnunin hefði leitað að kvillanum í gögnum sínum og fundið engar vísbendinar um slíkt. í lok júní sögðu CDC vísindamenn hinsvegar að fyrirliggjandi gögn „bentu til tengsla sjúkdómsins við bólusetningu“ og í ágúst var upplýst um málið sjá (pdf) hér að ofan sem sanna skaðann vegna Covid-19  bólusetningar.

Fullyrðingin um að orsakatengls hafi ekki verið þekkt „er sannanlega röng,“ sagði Barbara Loe Fisher, annar stofnandi og forseti National Vaccine Information Center, við The Epoch Times í tölvupósti. „Annaðhvort veit hægri höndin ekki hvað sú vinstri er að gera hjá CDC, eða alríkisheilbrigðisyfirvöld dreifa röngum upplýsingum sem gefur til kynna að stofnunin hafi í raun vitað um hjartavöðvabólguna í kjölfar mRNA COVID bóluefnanna, á sama tíma og mælt var með bóluefnunum.“

Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson sagði að viðbrögð FOIA „veki enn fleiri spurningar um heiðarleika stofnunarinnar, gagnsæi og notkun, eða skort á því, á öryggiseftirlitskerfum hennar, svo sem VAERS, til að greina COVID-19 bóluefna aukaverkanir."

„Ég hef sent tvö bréf til CDC um vanhæfni stofnunarinnar til að finna skrár sem sýna fram á notkun hennar á eftirlitskerfi bóluefna. Hingað til hefur CDC ekki svarað bréfum mínum,“ bætti hann við.

Sarah Rauner hjúkrunarfræðingur fyllir sprautu með Pfizer Covid-19 bóluefninu sem á að gefa börnum á aldrinum 5-11 ára sjást á Beaumont Health skrifstofunum í Southfield, Michigan 5. nóvember 2021

„Leiðrétting“

„Svo virðist sem CDC þurfi að gera leiðréttingu!,“ sagði talskona stofnunarinnar við The Epoch Times í tölvupósti.

Stofnunin viðurkennir að í júní 2021 fóru gögn að gefa til kynna tengsl milli mRNA COVID-19 bóluefnanna og hjartabólgu, sem lýst er í þeim mánuði, í tveimur kynningum sem gerðar voru fyrir ráðgjafanefnd stjórnvalda um bóluefni.

„Viðbótargögn söfnuðust saman á næstu mánuðum, sem leiddu að lokum til þeirrar niðurstöðu að orsakasamband væri örugglega til staðar. Hins vegar þurfti þurfti tíma til að safna og greina gögnin,“ sagði talsmaðurinn.

Það er enn óljóst hvernig CDC leitaði að þessari alvarlegu aukaverkunu í apríl 2021 en sóttvarnarstofnunin hefur neitað að veita þær upplýsingar.

Skjalaskrifstofa CDC svaraði ekki beiðni um athugasemd

Þetta er önnur leiðréttingin á síðustu vikum þar sem stofnunun hefur þurft að gera breytingu á því sem hún hefur haldið fram.

Roger Andoh hjá Heilbrigðiseftirliti Bandaríkjanna sagði í júní síðastliðnum við bandarísku samtökin Children’s Health Defense, að starfsfólk frá ónæmis- og öryggisskrifstofu stofnunarinnar hafi tilkynnt honum að stofnunin myndi ekki framkvæma gagnaöflun hjá VAERS, jafnvel þó að nokkur CDC skjöl segðu að stofnunin myndi framkvæma greiningarnar.

Aðspurður um málið sagði Dr. John Su, embættismaður CDC, við The Epoch Times að stofnunin hafi hafið gagnöflun í febrúar 2021.

Johnson tók eftir misvísandi yfirlýsingum og skrifaði Walensky og bað hana um svör. „Fullyrðing CDC og staðhæfing Dr. Su geta ekki bæði verið sannleikanum samkvæmt,“ segir hann.

Heimild

Skildu eftir skilaboð