Rúmlega fimmtugur sádí-arabískur góðgerðasendiherra lést í miðri ræðu sinni

frettinErlent1 Comment

Muhammad Al-Qahtani, sádi-arabískur kaupsýslumaður og góðgerðarsendiherra sem er að sögn búsettur í Sameinaða arabíska furstadæminu, var að halda ræðu á Arabískri-Afrískri ráðstefnu í Kaíró á mánudag þegar hann virtist missa meðvitund og datt beint aftur sig í miðjum ræðuhöldum og lést.

Al-Qahtani, sem er sagður vera rúmlega fimmtugur, var stjórnarformaður Al-Salam eignarhaldsfélagsins og gegndi fjölda heiðursstaða sem góðgerðarsendiherra.

Hann var að flytja ræðu á viðburðinum, sem var haldinn undir yfirskriftinni „til stuðnings afrekum [Egyptalands] forseta Abdel Fattah Al-Sisi“ á þeim tíma sem hann hneig niður, samkvæmt arabíska miðlinum Arabi21.

Rétt áður en hann féll niður sagði hann að Mohammed bin Zayed, forseti furstadæmisins, væri „fulltrúi mannkynsins og maður friðar“.

Myndbandið má sjá hér neðar:


One Comment on “Rúmlega fimmtugur sádí-arabískur góðgerðasendiherra lést í miðri ræðu sinni”

Skildu eftir skilaboð