Hver er staða Helga Seljan?

frettinPáll Vilhjálmsson, PistlarLeave a Comment

Páll Vilhjálmsson skrifar:

Fjórir blaðamenn RSK-miðla, RÚV, Stundarinnar og Kjarnans, eru með stöðu sakborninga, svo vitað sé, í lögreglurannsókn á byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans. Lögreglan veitir ekki upplýsingar um sakborninga.

Nöfn fjórmenninganna birtust í RSK-miðlum 14. febrúar í vetur. Helgi Seljan var ekki nefndur. Kannski að hann sé ekki sakborningur. Kannski.

Helgi Seljan er þegar kominn með dóm vegna Samherjamálsins. Hann þverbraut siðareglur RÚV samkvæmt úrskurði í lok mars 2021. Glæpurinn gegn Páli skipstjóra var framinn rúmum mánuði síðar, í byrjun maí. Í aðdraganda glæpsins var hann að störfum á RÚV en sást ekki á skjánum.

Lögreglurannsókn á tilræðinu gegn Páli skipstjóra var komin á það stig í október sl. að RSK-liðar fengu pata af. Þeir voru í sambandi við verktakann sem sá um byrlun og stuld þá um vorið. Miðstöð glæpsins var á Efstaleiti og starfsmaður þar aðaltengiliður við verktakann. Þóra Arnórsdóttir, sem er sakborningur, höfðar ekki til miðaldra kvenna. Helgi, aftur, gerir það.

Föstudaginn 15. október kemur Helgi fram í vinsælum þætti RÚV, sem Gísli Marteinn stýrir. Tilgangurinn var að afla samúðar. Eyjan endursagði hápunktana. Samtalið gengur út á að Helgi eigi voða bágt og sé vart vinnufær vegna Samherja. Ókunnugur gæti haldið að sjónvarpsmaðurinn hefði orðið fyrir tilræði að heilsu og einkalífi, t.d. byrlun og þjófnaði. Tilfallandi athugasemd lagði játningu verðlaunablaðamannsins út á annan veg. Allt varð vitlaust í baklandi RSK-miðla. Krafist var að höfundur yrði rekinn úr vinnu. Miðaldra konur sáu rautt þegar orði var hallað á átrúnaðargoðið.

Stöðu Helga Seljan á RÚV varð þó ekki bjargað. Innanhúss var smjattað á sögum um hvernig í pottinn væri búið. Þótt fjölmiðlar þegðu meira og minna í samstöðu með afbrotamönnum innan eigin raða sögðu tilfallandi blogg að ekki væri allt með felldu á Glæpaleiti. Stefán útvarpsstjóri taldi ótækt að viðurnefnið festist í sessi. Þegar ekki var hægt að ljúga með þögninni varð að gripa til aðgerða. Í nóvember var tilkynnt að fréttastjórinn Rakel Þorbergsdóttir léti af störfum. Í janúar axlaðiHelgi sín skinn á RÚV og hélt yfir á annan RSK-miðil, Stundina.

Tilkynning RSK-miðla 14. febrúar um fjóra sakborninga er ekki endilega tæmandi upptalning.

Það kemur á daginn þegar ákært verður í byrlunar- og gagnastuldsmálinu hvert hlutverk Helga Seljan var vordagana 2021 þegar tilræði RSK-miðla var skipulagt og framkvæmt. Miðaldra konur eiga hlut að máli, misvel á sig komnar. ,,Linnulaust bögg" tekur sinn toll.

Skildu eftir skilaboð