Þrjátíuföldun útgreiðslna vegna bóluefnaskaða hjá þýska tryggingafélaginu Techniker Krankenkasse

frettinErlentLeave a Comment

Samkvæmt svari við opinberri beiðni um upplýsingar frá þýska vátryggjandanum Techniker Krankenkasse stórjókst fjöldi greiðslna vegna bóluefnatengdra aukaverkana sem þarfnast læknismeðferðar árið 2021 samanborið við 2019 og 2020. Beiðnin snýr að fjórum greiningarkóðum:

  • T.88.0: Sýking í kjölfar bólusetningar
  • T.88.1: Aðrir fylgikvillar eftir bólusetningu
  • U.12.9: Skaðleg áhrif eftir Covid-19 bólusetningu
  • Y.59.9: Fylgikvillar vegna bóluefna eða líffræðilegra efna

Árið 2019 var heildarfjöldi greiðslna 13.777. Árið 2020 var hann 15.044. Árið 2021 var heildarfjöldinn 437.593. Þetta er meira en þrjátíufalt meðaltal þessara fjögurra kóða á árunum 2019-2020, eða 2.937% aukning.

Nánar tiltekið eru það T.88.1 – Aðrir fylgikvillar eftir bólusetningu (67% af heildarfjölda) og U.12.9 – Aukaverkanir eftir Covid-19 bólusetningu (32% af heildinni), sem skipta hér máli. Fyrir síðarnefnda kóðann eru vitanlega engin gögn frá fyrri árum, en nálægt 150 þúsund tilfelli árið 2021. Covid-19 bólusetningarnar eru eina augljósa skýringin á aukningunni varðandi fyrri kóðann.

Um það bil 11 milljónir manna eru tryggðir af Techniker Krankenkasse. Hér er því um að ræða einn af hverjum 23 tryggðum einstaklingum. Árin 2019 og 2020 varða tilfellin einn af hverjum 760.

Sjá nánar um málið hér

Skildu eftir skilaboð