Karlmaður skipaður fulltrúi fyrir tíðarvörur í Skotlandi – mikil viðbrögð á samfélagsmiðlum

frettinErlentLeave a Comment

Mikil viðbrögð hafa verið í Skotlandi eftir að Skoski þjóðarflokkurinn skipaði karlmann í embætti fulltrúa fyrir tíðarvörur í landinu.

Jason Grant sem er fyrstur til að gegna starfinu var skipaður í embættið í Tay-héraði í Skotlandi, og mun meðal annars sinna því hlutverki að stuðla að aðgengi að ókeypis dömubindum og tíðartöppum í kjölfar innleiðingar nýrra laga um tíðarvarning (Period Products Act).

Grant mun hafa umsjón með kynningu á lögunum sem staðfest voru á mánudag og kveða á um að tíðarvörur skulu lögum samkvæmt vera aðgengileg án endurgjalds hjá fræðsluaðilum og víðar, fyrir alla sem þurfa á þeim að halda.

Fræðsla um tíðahvörf verða einnig á hans snærum og sagði fulltrúinn meðal annars: „Þetta snýst um að gera fólk meðvitað um framboð á tíðarvörum fyrir alla af hvaða kyni sem er, hvenær sem þeir þurfa á vörunum að halda.“

En ráðið sem sá um skipun karlmannsins í embættið hefur verið sakað fíflaskap.

Tennisstjarnan Martina Navratilova, var meðal gagnrýnenda og sagði þetta „fáránlegt.. Hún hefur tjáð sig töluvert á samfélagsmiðlum um transíþróttafólk og geðheilbrigði í íþróttum og sagði: „Höfum við einhvern tíma reynt að útskýra fyrir körlum hvernig á að raka sig eða hvernig á að sjá um blöðruhálskirtilinn eða hvað sem er? Þetta er fáránlegt.“

Leikkonan Frances Barber kallaði ráðninguna „furðulega“ og sagði: „Ég veit ekki hvað skoskum konum finnst um þetta, en sem Englendingur sem elskar Skotland, þá er ég fjúkandi reið.“

Meira um málið má lesa í frétt DailyMail.

Skildu eftir skilaboð