Hvers vegna verður Ouzo hvítt á litinn þegar vatni er bætt út í?

frettinPistlarLeave a Comment

Ouzo er áfengur drykkur sem mikið er boðstólnum við Miðjarðarhafið. Þar má oft sjá Grikki, Kýpurbúa, Líbani og Tyrki sitja á kaffihúsum með lítið glas af ouzo og glas af vatni.

Þegar vatninu er hellt út í ouzo verður drykkurinn skýjaður eða hvítur. Því skýjaðri, þeim mun betur bragðast hann.

Þessi litabreyting er vegna anetóls, sem er olía úr jurtinni anís. Anetól er leysanlegt í alkóhóli sem er 38% eða meira ABV (áfengi miðað við rúmmál), en ekki í vatni.

Ouzo er búið til með því að taka hreint áfengi og bæta við anísfræjum og öðrum ilmandi jurtum. Margir vínframleiðendur í Grikklandi búa til ouzo og bragðast það misjafnlega eftir því hvaða jurtir eru settar út í.

Anísfræin og aðrar jurtir sem nýttar eru innihalda fjölmörg efnasambönd sem mörg hver eru leysanlegri í áfengi en vatni.

Þar sem bragðið er „dregið út“ með nánast hreinu alkóhóli eru mörg efnasambönd sem hægt er að ná út úr lausninni þegar vatni er bætt við. Það er þess vegna sem ouzo smakkast betur, þeim mun mjólkurkenndari sem hann er, í ljósi þess að drykkurinn inniheldur fleiri bragðefni sem upphaflega var þrýst út með áfenginu.

Grikkir hafa einnig notað ouzo sem meðal í áraraðir og drekka það heitt þegar þeir eru veikir af flensu eða með höfuðverk.  Sagan segir líka að það hafi lengi verið notað við tannpínu í börnum.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð