Landspítalinn týndi sýni úr Árna Þórði sem hefur legið inni í 8 mánuði

frettinInnlendarLeave a Comment

Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi Stormur, segir frá því á facebook að Landspítalinn hafi týnt sýni úr syni hans, Árna Þórðar, sem legið hefur á spítalanum í 8 mánuði. Sýnið var tekið úr  kviðarholi í aðgerð. Sigurður segist ekki kenna starfsfólki spítalans um heldur álaginu.

Í dag eru 8 mánuðir frá því að drengurinn minn, hann Árni Þórður, lagðist inn á gjörgæsludeild Landspítalans með alvarlega líffærabilun. Enn liggur hann á Landspítalanum. Ríflega helming þessara 8 mánuða hefur hann legið á gjörgæslu.

Reynslunni ríkari hef ég orðið ákveðna sýn á þetta kerfi okkar, heilbrigðiskerfið. Árni fór í enn eina aðgerðina fyrir tveimur dögum. Tekið var sérstakt sýni úr kviðarholinu. Tíðindi dagsins: Það er búið að týna sýninu.
p.s. Ég er ekki að kenna starfsfólkinu um, heldur gegndarlausu álagi.


Skildu eftir skilaboð