RSK-miðlar gera árás á Katrínu Jakobsdóttur

frettinPistlar2 Comments

Páll Vilhjálmsson blaðamaður og kennari skrifar:

RÚV, Stundin og Kjarninn, RSK-miðlar, stóðu fyrir samræmdum fréttaflutningi til að gera hlut Katrínar forsætis sem verstan. Atlagan stóð yfir frá tíunda tímanum í gærmorgun og fram yfir hádegi þegar hún var orðin pínleg.

RÚV: Björk sakar Katrínu um að hafa svikið sig og Grétu

Stundin: Katrín Jakobsdóttir hefur ekkert gert fyrir umhverfið

Kjarninn: Björk um Katrínu Jakobsdóttur: Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið

Stundin og Kjarninn birta samhljóða fyrirsögn, ásökunartónn RÚV er afgerandi. Aðrir fjölmiðlar sögðu sömu frétt en fordæmingin var ekki í fyrirsögn og umfjöllun meira í fréttastíl en áróðursherferð, sjá t.d. Vísi og Fréttablaðið. RSK-miðlar gerðu fréttinni hærra undir höfði en aðrir miðlar, höfðu hana lengur sem uppslátt. Áhlaupið var tilraun að vekja reiðibylgju, fyrst í fjölmiðlum síðan á samfélagsmiðlum. RSK-miðlar kunna til verka, ýmist að blása upp lítilfjörleg mál eða þagga niður stórmál.

Hvers vegna gera RSK-miðlar samræmda árás á forsætisráðherra einmitt núna?

Jú, RSK-miðlar standa höllum fæti. Blaðamenn á þessum miðlum eru sakborningar í lögreglurannsókn á alvarlegum glæp; líkamsárás með byrlun, stafrænt kynferðisofbeldi og gagnastuld.

Með samræmdri atlögu að forsætisráðherra sýna RSK-miðlar vígtennurnar. Stjórnmálamenn eru háðir fjölmiðlaumfjöllun. Er fjölmiðlar ganga skipulega til verks að hafa æruna af einhverjum er vanalega lítið eftir þegar uppi er staðið. RÚV gerði sér m.a. far um að höggva til Katrínar á öðru tungumáli en íslensku. Í áróðrinum þarf að ná til allra kjósendahópa.

Skilaboð RSK-miðla til Katrínar og annarra stjórnmálamanna eru þessi: Ef þið hjálpið okkur ekki að komast undan ákærum fyrir aðild að líkamsárás, stafrænu kynferðisofbeldi og gagnaþjófnaði gerum við ykkur allt til miska.

Þegar grunaðir um glæpi, sannir að siðleysi, hafa í hótunum á opinberum vettvangi er fokið í flest skjól. Ekki síst þegar í hlut á ríkisfjölmiðill.

2 Comments on “RSK-miðlar gera árás á Katrínu Jakobsdóttur”

  1. Katrín hefur væntanlega áttað sig á því að það ríkir ekkert neyðarástand í loftslagsmálum.
    Það ríkir hins vegar neyðarástand í hugarheimi allt of margra sem hræðast eitthvað sem boðað er með linnulausum og innistæðulausum áróðri spilltra manna og kvenna úr pólitískum valdastöðum, vísindum og fjölmiðlum. Hin heilaga þrenning lygaáróðursins sem á okkur dynur. Eða “óupplýsingum” sem eitt blaðamanns-viðrinið nefndi áróður í nýlegri frétt.

Skildu eftir skilaboð