Hvíta húsið viðurkennir að engin vísindi studdu tveggja metra fjarlægðarregluna

frettinErlent2 Comments

Viðbragðsstjórnandi Hvíta hússins vegna COVID-19, Ashish Jha, viðurkenndi á þriðjudag að tveggja metra fjarlægðarreglan sem var innleidd snemma árs 2020 væri í raun ekki skilvirk.

Undanfarin ár fór „mikill tímií „að tala um tveggja metra fjarlægðarmörkin og 15 mínútna samverutíma. Við gerum okkur grein fyrir að það er í raun ekki rétta leiðin til að hugsa þetta, sagði hann á blaðamannafundi Hvíta hússins vegna COVID-19.

„Þetta er ekki nákvæmasta leiðin til að nálgast þetta, sagði Jha og bætti við að þetta snúist um „gæði loftsins í kringum þig sem þú andar að þér.

Á fjölmennu svæði innandyra með lélegri loftræstingu getur fólk „smitastaf COVID-19 „á nokkrum mínútum," sagði Jha og bætti við að við hægt væri að vera „úti í langan tímaog ekki smitast.

Yfirlýsingar Jha komu í framhaldi af því að bandaríska Sóttvarnarstofnunin (CDC) slakaði á leiðbeiningar sínum vegna COVID-19. Þar á meðal að hætt er með tveggja metra regluna.

CDC afturkallaði í síðustu viku fjölda reglna og gerði lykiluppfærslur á tilmælum sínum, þar kemur nú fram að ósprautaða og sprautaða einstaklinga ætti í meginatriðum að meðhöndla á sama hátt, auk þess sem tekið er fram að þeir sem eru með fyrri sýkingu hafi vernd gegn alvarlegum veikindum.

Fjarlægðartakmörkunin hreinn tilbúningur án vísindalegs rökstuðnings

Fyrrverandi forstjóri Matvæla- og lyfjaeftirlitsins (FDA), Scott Gottlieb, sem lét af stöfrum 2019, sagði seint á árinu 2021 að tveggja metra reglan væri hreinn tilbúningur.

 „Enginn veit hvaðan þetta kom, sagði Gottlieb sem hefur hefur verið óháður stjórnamaður hjá Pfizer síðan í júní 2019 í viðtali við CBS News þann 19. septmember sl.

„Flestir gera ráð fyrir að tveggja metra fjarlægðin, ráðleggingin um að halda tveggja metra fjarlægð, komi frá einhverjum gömlum rannsóknum sem tengjast flensu, þar sem dropar ferðast ekki meira en tvo metra.

Gottlieb sagði að CDC hefði upphaflega mælt með þriggja metra reglu en tveggja metra reglan varð að málamiðlun milli alríkisheilbrigðisstofnunarinnar og embættismanna Trump-stjórnarinnar á sínum tíma.

„Þannig að málamiðlunin varð tveir metrar. Ímyndaðu þér nú ef þetta smáatriði hefði lekið út. Allir hefðu sagt: „Þetta er Hvíta húsið sem truflar pólitískt dómgreind CDC. CDC sagði þrír  metrar, það ætti að vera þrír metrar, en þrír metrar var ekki réttara en tveir metar og varð að lokum einn metri,sagði Gottlieb í viðtalinu.

Rétthyrningar eru málaðir á jörðu niðri til að hvetja heimilislaust fólk til að halda félagslegri fjarlægð í tjaldbúðum heimilislausra í San Francisco, Kaliforníu, 22. maí 2020.

Við bjuggum til „vísindin um tveggja metra regluna

Í lok apríl, rúmu hálfu ári eftir viðtalið við Gottlieb, kom út bók Deborah Birx fyrrverandi ráðgjafa Trump forseta í COVID-19 aðgerðum Bandaríkjastjórnar,  Silent Invasion. Í bókinni viðurkenndi hún hina ótrúlegustu hluti.

Í bókinni upplýsir Birx að hún og  Dr. Anthony Fauci hefðu í raun verið að skálda, og ekki haft nein raunhæf viðmið, þegar kom að gerð ráðlegginga innandands eins og þegar sett voru fram viðmið um fjarlægðartakmarkanir milli fólks.

Það er því ekki lengur á huldu, um það hvaðan tveggja metra reglan er komin eins og Gottlieb sagði í viðtalinu í september, hún var  hreinn tilbúninguri Birx og Fauci og Hvíta húsið hefur nú loks staðfest það.

Byggt á umfjöllun The Epoch Times

2 Comments on “Hvíta húsið viðurkennir að engin vísindi studdu tveggja metra fjarlægðarregluna”

  1. Er það ekki fyndið hvernig elítan getur haft fólk að fíflum? Eða sauðum sem segja bara meee!

  2. Sannleikurinn er sá að engin vísindi styðja tilvist veiru eða smits. Þennan sannleika hefur fréttin.is engan áhuga á að fjalla um, hvað veldur því?

Skildu eftir skilaboð