Ungverjar reka veðurstofustjóra fyrir ranga veðurspá

frettinErlentLeave a Comment

Ungversk yfirvöld hafa rekið yfirmann veðurstofu sinnar og hans næstráðandi vegna rangrar stormviðvörunar í aðdraganda þjóðhátíðardags Ungverja. Hefð er fyrir því að blása til stórrar flugeldasýningar á þessum degi - þeirrar stærstu í Evrópu að sögn - en vegna stormviðvörunar var þeirri sýningu frestað í ár. Stormurinn kom aldrei.

Árið 2006 létust fimm manns og yfir 300 slösuðust þegar stormur reið yfir á meðan flugeldasýning þjóðhátíðardagsins stóð yfir. Síðan þá hafa yfirvöld treyst veðurfræðingum til að vega og meta áhættuna af því að halda sýninguna.

Sýningin verður haldin síðar í vikunni.

Á Íslandi hefur engum veðurfræðingi nokkurn tímann verið sagt upp fyrir ranga spá að því er vitað er, hvorki á veðri né loftslagsbreytingum.


Skildu eftir skilaboð