Börn hjón­anna á Blönduósi senda frá sér yfirlýsingu

frettinInnlendarLeave a Comment

Börn hjón­anna sem urðu fyrir skotárás á heim­ili sínu á Blönduósi síðastliðinn sunnudagsmorgun hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu. Þau segja erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegn­um það sem þau eru að upp­lifa núna.

Fólkið segir að fjöl­miðlar hafi flutt rang­ar og vill­andi frétt­ir af at­vik­um og þeir gangi nærri friðhelgi einka­lífs þeirra með mynd­birt­ing­um og end­ur­tekn­um hring­ing­um í þau, nán­ustu vini og ætt­ingja.

„Þess vegna vilj­um við góðfús­lega biðja fjöl­miðla um að virða friðhelgi einka­lífs okk­ar, fjöl­skyldu og heim­il­is. Við þurf­um frið til þess að tak­ast á við þetta áfall, til að syrgja móður okk­ar og hlúa að föður okk­ar. Því í dag er ekk­ert mik­il­væg­ara en að hann nái heilsu á ný,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni. 

Yf­ir­lýs­ing­in í heild sinni:

Á sunnu­dag­inn breytt­ist líf okk­ar til fram­búðar og verður aldrei aft­ur eins. Við syrgj­um móður okk­ar og faðir okk­ar er al­var­lega særður á spít­ala. Okk­ur hafa borist hlýj­ar kveðjur og stuðning­ur úr öll­um lands­horn­um. Fyr­ir það erum við þakk­lát.

Það er erfiðara en orð fá lýst að ganga í gegn­um það sem við erum að upp­lifa núna. Það er enn þyngra þegar fjöl­miðlar flytja rang­ar og vill­andi frétt­ir af at­vik­um og ganga nærri friðhelgi einka­lífs okk­ar með mynd­birt­ing­um og sí­end­ur­tekn­um hring­ing­um í okk­ur, nán­ustu vini og ætt­ingja.

Þess vegna vilj­um við góðfús­lega biðja fjöl­miðla um að virða friðhelgi einka­lífs okk­ar, fjöl­skyldu og heim­il­is. Við þurf­um frið til þess að tak­ast á við þetta áfall, til að syrgja móður okk­ar og hlúa að föður okk­ar. Því í dag er ekk­ert mik­il­væg­ara en að hann nái heilsu á ný.

Allt sem við höf­um að segja kem­ur fram hér að ofan. Við mun­um ekki tjá okk­ar frek­ar. Við ít­rek­um að við biðjum fjöl­miðla að virða það.

Skildu eftir skilaboð