Moderna stefnir Pfizer fyrir meintan þjófnað á mRNA bóluefnatækninni

frettinErlentLeave a Comment

Bandaríska líftæknifyrirtækið Moderna, eitt fyrirtækjanna sem framleiðir Covid-19 bólefni hefur kært lyfjaframleiðandann Pfizer og þýska samstarfsaðila þess BioNTech fyrir brot á einkaleyfi sem tengist þróun fyrstu Covid-19 bóluefnanna.

Moderna heldur því fram að mRNA tæknin sem það hafi þróað áður en heimsfaraldurinn hófst hafi verið afrituð.

Málið, sem krefst ótilgreindra fjárhagslegra skaðabóta, var höfðað í Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Pfizer sagðist vera „undrandi“ á aðgerðunum og ætlar að „verjast“ kröftuglega gegn ásökununum.

Í yfirlýsingu sagði Moderna að Pfizer/BioNTech hefði afritað tvo lykilþætti hugverkaréttar síns.

Annað meint brot felur í sér „efnafræðilegar breytingar“ sem Moderna segir að vísindamenn Moderna hafi verið fyrstir til að sýna fram á í tilraunum á mönnum árið 2015 og þýðir að bóluefnið „forðist að framkalla óæskilega ónæmissvörun“.

Hitt meinta brotið snýr að því hvernig bæði bóluefnin miða á hið sérstaka gaddaprótein sem er utan á vírusnum.

„Við erum að höfða þessi mál til að vernda hinn nýstárlega mRNA tæknivettvang sem við vorum brautryðjendur í, fjárfestum milljörðum dollara í að framleiða og fengum einkaleyfi á áratugnum fyrir Covid-19 heimsfaraldurinn,“ sagði framkvæmdastjóri Moderna, Stephane Bancel.

BBC sagði frá.

Skildu eftir skilaboð