Bretland segir nú að ekki sé hægt að tryggja öryggi bóluefnanna fyrir þungaðar konur og mjólkandi mæður

frettinErlent4 Comments

Barnshafandi konum og mæðrum með barn á brjósti var ráðlagt í mörgum ríkjum að fara í Covid bólusetningu þar á meðal á Bretlandi og Íslandi.

Landæknisembættið á Íslandi sagði árið 2021 að bólusetningar barnsahafandi kvenna ekki hafa verið rannsakaðar en þær hafi reynst vel: „Það er góð reynsla af notkun mRNA bóluefnanna (Comirnaty® og COVID-19 Vaccine Moderna®) við COVID-19 á meðgöngu og við brjóstagjöf. Ekki voru gerðar rannsóknir á barnshafandi konum eða konum með barn á brjósti fyrir markaðsleyfisafgreiðslu [innsk. blm., bóluefnið er með skilyrt markaðsleyfi] neins COVID-19 bóluefnis en fylgst hefur verið með vaxandi fjölda kvenna sem hefur þegið bólusetningu á meðgöngu eftir að mRNA bóluefnin komu á markað.“

Ekki hefur farið mikið fyrir þessum breytingum breskra yfirvalda en nú kemur fram í samantekt opinberrar matsskýrslu fyrir COVID-19 bóluefni Pfizer/BioNTech, dagsett 16. ágúst sl. að:

„Samkvæmt reglugerð 174 er talið að ekki sé hægt að veita fullnægjandi fullvissu um öruggi bóluefnisins hjá þunguðum konum eins og er: Hins vegar er hægt að styðja notkun þess hjá konum á barneignaraldri að því tilskildu að heilbrigðisstarfsfólki sé ráðlagt að útiloka þungun sem vitað er um eða grunur leikur á fyrir bólusetninguna. Konur sem eru með barn á brjósti ættu heldur ekki að vera bólusettar.

Þessir niðurstaða endurspeglar skort á gögnum eins og er og endurspeglar ekki sérstaka niðurstöðu sem veldur áhyggjum. Fullnægjandi leiðbeiningar með tilliti til kvenna á barneignaraldri, þungaðra kvenna og mæðra með barn á brjósti hafa  verið gefnar í leiðbeiningum til breskra heilbrigðisstarfsmanna og almennings í Bretlandi.“

Einn þeirra sem vekur athygli á málinu er fyrrum enska fótboltastjarnarn Matt Le Tissier:


4 Comments on “Bretland segir nú að ekki sé hægt að tryggja öryggi bóluefnanna fyrir þungaðar konur og mjólkandi mæður”

  1. Læknirinn McMillan tók sjálfur niður myndbandið. Hann hafði eins og Fréttin og margir fleiri túlkað skilaboð stjórnvalda á þann veg að hætt væri að mæla með bóluefnum fyrir þungaðar konur. Þetta reyndist ekki rétt og hér skýrir hann þetta betur og biðst afsökunar: https://www.youtube.com/watch?v=MCFdhL7gcMc

  2. þessi frétt er ekki byggð á því sem læknirinn eða aðrir segja heldur það sem stendur í matSskýrslunni sem fylgir þarna með og var á vef breska ríkisins.

    „Samkvæmt reglugerð 174 er talið að ekki sé hægt að veita fullnægjandi fullvissu um öruggi bóluefnisins hjá þunguðum konum eins og er: Hins vegar er hægt að styðja notkun þess hjá konum á barneignaraldri að því tilskildu að heilbrigðisstarfsfólki sé ráðlagt að útiloka þungun sem vitað er um eða grunur leikur á fyrir bólusetninguna. Konur sem eru með barn á brjósti ættu heldur ekki að vera bólusettar.

Skildu eftir skilaboð