Rishi Sunak: ,,Það voru mistök að veita vísindamönnum svo mikil völd í faraldrinum“

frettinErlentLeave a Comment

Ris­hi Sunak, fyrr­ver­andi fjár­málaráðherra Breta, segir nú að það hafi verið mistök af ríkisstjórninni að veita vísindamönnum svo mikið vald meðan á kórónuveirufaraldrinum stóð og að andstöðu hans við lokun skólum hafi verið mætt með þögn á einum fundanna.

Sunak telur að helstu mistökin hafi verið að leyfa vísindaráðgjafahópnum (Sage) að hafa svo mikil áhrif á ákvarðanatöku um lokanir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, í mars 2020.

Sunak greindi einnig frá því að honum hafi verið bannað að ræða skaðann sem tengdist Covid takmörkunum eins læknisheimsóknum sem fólk komst ekki í og biðlistum á sjúkrahúsum.

Í viðtali við blaðið Spectator sagði Sunak: „Við hefðum ekki átt að gefa vísindamönnum allt þetta vald. Og það hefði átt að taka til greina fórnarkostnaðinn af lokunum og takmörkunum frá upphafi.

„Ef við hefðum gert þetta allt þetta værum við væntanlega á allt öðrum stað í dag. Við hefðum líklega tekið aðrar ákvarðanir um skóla og þess háttar.“

Skólum í Bretlandi var lokað að undanskildum þeim sem sáu um börn lykilstarfsmanna og barna sem glíma við veikindi eða annað slíkt. Sumir skólar opnuðu aftur í ágúst 2020.

Þessi ummæli Sunak komu nokkrum dögum eftir að hann hrósaði breskum vísindamönnum og hét því að koma á fót margra milljarða punda rannsóknaráætlun, yrði hann forsætisráðherra.

Breskir vísindamenn hafa verið útilokaðir frá fjármögnun Evrópusambandsins.

The Guardian.

Skildu eftir skilaboð