Tengdaforeldrar Newsom gáfu 5000 dollara í kosningasjóð DeSantis

thordis@frettin.isErlent, StjórnmálLeave a Comment

Demókratinn Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hefur gagnrýnt Ron DeSantis, ríkisstjóra Flórída, harðlega undanfarnar vikur. Aftur á móti virðast tengdaforeldrar Newsom kunna vel við hinn vinsæla repúblikana, DeSantis.

Samkvæmt framlagsskrám á vefsíðu Vina Ron DeSantis PAC, lagði sjóðurinn Siebel Family Revocable Trust 5.000 dollara í kosningasjóð DeSantis 6. apríl 2022.

Sá sjóður er í eigu Kenneth F. Siebel Jr. og Judith A. Siebel, tengdaforeldra Newsom samkvæmt gögnum sem fréttastofan Fox News fékk í hendurnar.

Hvorki Siebel-hjónin né skrifstofa Newsom ríkisstjóra hafa brugðist við fyrirspurnum Fox fréttastöðvarinnar. Talsmenn kosningaframboðs DeSantis neituðu að tjá sig.

Tengdafaðir Newsom, Kenneth Siebel, hefur lengi styrkt frambjóðendur repúblikana (ROP), samkvæmt gögnum alríkiskjörstjórnarinnar. Nýjustu framlög hans voru meðal annars til repúblikanana Ron Johnson, Tom Cotton og Josh Hawley.

Newsom og DeSantis eru báðir hugsanlegir keppinautar í kosningunum árið 2024 í sínum flokkum, sérstaklega ef Biden forseti og fyrrverandi forseti Trump ákveða að taka ekki þátt.

Newsom vakti landsathygli í júlí fyrir að birta auglýsingu í Flórída þar sem hann sagði íbúum að „frelsið væri undir árás“ í sólskinsríkinu Flórída og hvatti íbúana til að flytja til Kaliforníu „þar sem við trúum enn á frelsi“.

Skildu eftir skilaboð