Texas boðar bann við starfsemi fyrirtækja sem fylgja leiðbeiningum um „samfélagslega ábyrgð“

thordis@frettin.isErlentLeave a Comment

Texas hefur nú boðað bann við starfsemi fyrirtækja sem stunda fjárfestingar byggðar á samfélagsábygrð, eða svokölluðu ESG-skorkerfi, sem ríkisstjórn Texas vill meina að sé að grafa undan fjárfestingum í ríkinu og eyðileggja orkuiðnað þeirra, en ríkið framleiðir mikið af jarðefnaeldsneyti.

En hvað er ESG-skorkerfið? Á heimasíðu World Economic Forum (Alþjóðaefnahagsráðins) er tilurð þess útskýrð með afgerandi hætti:

Á ársfundinum 2020 í Davos studdu 120 af stærstu fyrirtækjum heims viðleitni til að þróa kjarnasamsetningu sameiginlegra mæligilda og upplýsingagjafar um ófjárhagslega þætti fyrir fjárfesta sína og aðra hagsmunaaðila.... Meginboðskapur og fjölgun mæligilda á „Hagnaðarmælingar kapítalískra mæligilda“ og upplýsingagjafar er hægt að nota af fyrirtækjum til að samræma almennar skýrslur sínar um árangur gagnvart samfélagsábyrgð; eða umhverfismálum, samfélagsþáttum- og stjórnarháttum (ESG) og fylgjast með framlögum þeirra til sjálfbærnimarkmiðs Sameinuðu þjóðanna á stöðugum grundvelli. 

Í framkvæmd þýða mælingar á ESG að fyrirtækjum er í raun haldið frá fjárfestingum, meðal annars í vinnslu á jarðefnaeldsneyti, meðal annarra ókosta. Í Texas ætla menn nú að spyrna við fótum og verja eigið lífsviðurværi. Spurningin er nú hverjir fylgja í fótspor Texas.

Kauphöll Íslands gerir ekki kröfu um að fyrirtæki fylgi leiðbeiningunum um samfélagsábyrgð, heldur er það alfarið undir fyrirtækjunum sjálfum komið. Leiðbeiningunum er fyrst og fremst ætlað að hjálpa fyrirtækjum að koma til móts við auknar kröfur fjárfesta og samfélagsins um birtingu upplýsinga er varða samfélagsábyrgð, segir á síðu Kauphallarinnar.

Skildu eftir skilaboð