Tjaldað til einnar nætur – kostnaður við hælisleitendur er óendanlegur

thordis@frettin.isInnlent, Jón Magnússon, Pistlar2 Comments

Eftir Jón Magnússon hæstaréttarlögmann:

Þegar nokkur sveitarfélög sömdu við ríkið um móttöku ólöglegra innflytjenda, töldu sveitarstjórnarmenn sig vera að gera góða samninga og peningar streymdu í bæjarsjóð.

Þau lögðust á árar ásamt ýmsum öðrum skammtíma hagsmunaaðilum, við að troða sem flestum ólöglegum innflytjendum inn í landið og verja gjörsamlega galna stefnu um opin landamæri.

Að því hlaut að koma að þessi stefna gengi ekki upp.

Staðan er sú að þeir sem koma til landsins ólöglega eru komnir til að vera og er nánast aldrei vísað burt og jafnvel þó að dómar hafi fallið um að þeir séu hér ólöglega halda þeir samt styrkjum frá ríkinu, sem er ekkert annað en fráleit og siðlaus meðferð á almannafé.

Sveitarfélögn tjölduðu til einnar nætur og eru nú að uppskera eins og þau sáðu. Kostnaður við hælisleitendur er óendanlegur.

Svo furðar fólk sig á því að það sé skortur á íbúðarhúsnæði, heimilislæknum, dagheimilum, skólum o.s.frv. og setur það almennt ekki í samband við þann fjölda, að hælisleitenda, sem streymir til landsins og allt fólk þarf almenna þjónustu.

Hvernig stendur á því að það er ekki meirihluta vilji fyrir því á Alþingi að taka upp svipaða stefnu í innflytjendamálum og Danir hafa tekið upp. Af hverju viljum við hafa greiðustu leiðina fyrir innflytjendur til okkar. Hún þýðir bara það eitt, að við fáum ekki lengur við neitt ráðið svipað og bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur nú áttað sig á.

Alþingi verður að breyta lögum um innflytjenda- og hælisleitendamál þannig að þau veiti ólöglegum innflytjendum eða svonefndum hælisleitendum ekki greiðari leið til velferðarkerfisins á Íslandi en nágrannalanda okkar.

Það verður fróðlegt að fylgjast með störfum Alþingis í þessum málum í vetur og sjá hvort meirihlutinn vill standa með þjóð sinni og velferð hennar eða halda áfram á þeirri braut opinna landamæra, sem kostar gríðarlega fjármuni og það er bara byrjunin með óbreyttri stefnu.

2 Comments on “Tjaldað til einnar nætur – kostnaður við hælisleitendur er óendanlegur”

  1. Ég er alveg sammála þessum skrifum hjá Jóni Magnússyni hæstaréttarlögmanni,,þetta er ekkert annað en fráleit og siðlaus meðferð á almannafé…….

  2. Augljós sannindi sem JM skrifar. En sá pólitíkus sem gagnrýnir núverandi stefnu verður settur í gálgann.

    Það er skrýtið að bæjarráð Hafnarfjarðar skuli hafi komist upp með sín ummæli.

Skildu eftir skilaboð