Kína og Sádí-Arabía selja Evrópu rússneskt gas á hærra verði

thordis@frettin.isErlent, ViðskiptiLeave a Comment

Fréttastofa Reuters sagði frá því þegar í síðasta mánuði, að Sádi-Arabía hafi tvöfaldað innflutning sinn á olíu frá Rússlandi, þrátt fyrir að Sádí-Arabía sé stærsti olíuútflytjandi heims.

Mörg vestræn ríki kaupa ekki olíu eða gas frá Rússum vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Evrópusambandið reynir að vera minna háð Rússlandi með orku með tilheyrandi afleiðingum fyrir Evrópubúa.

Kína, Indland, mörg Afríkuríki og Miðausturlönd hafa því keypt meira af olíu og gasi af Rússum, þar sem Rússar hafa boðið olíu á lægra og þannig náð nýjum viðskiptavinum.

Japanska Nikkei sagði frá því í síðustu viku, hvernig Kína hafi bjargað Evrópu með því að bjóða upp á fljótandi jarðgasi sem var afgangs.

Á fyrri hluta þessa árs jókst innflutningur á fljótandi gasi til Evrópu um það bil 60%.

Á sama tíma hafa Kínverjar stóraukið innkaup á gasi frá Rússlandi. Innflutningurinn á fljótandi jarðgasi frá Rússlandi jókst um tæp 30% en innflutningur á jarðgasi um gasleiðslur frá Rússlandi jókst um rúm 60% eftir því sem South China Morning greindi frá.

Evrópubúar eru því að kaupa rússneskt gas frá Kína á hærra verði en þeir myndu greiða Rússum með beinum kaupum.

Útvarp Saga sagði frá.

Skildu eftir skilaboð