Verkefni fjármagnað af Bill Gates ræktar milljónir moskítóflugna „til að stöðva smitsjúkdóma“

ThordisErlentLeave a Comment

bloggfærsla Bill Gates hefur komið aðdáendum hans nokkuð á óvart.

Gates sagði fyrir stuttu frá merkilegum upplýsingum um verksmiðju í Kólumbíu sem ræktar erfðabreyttar moskítóflugur. Það er World Mosquito Program sem leiðir verkefnið í borginni Medellín í Kólumbíu.

Þar á bæ vinna vísindamenn dag og nótt við að rækta moskítóflugur; meira en 30 milljónir á viku. Eftir það er þeim sleppt af vísindamönnunum til að para sig við villtar moskítóflugur í landinu. Ástæðan er sögð vera sú að flugurnar geti bjargað milljónum mannslífa.

Bill Gates deildi færslunni í tilefni af „Moskító vikunni“, til að vekja meiri vitund um það sem hann telur vera banvænasta skordýr í heimi.

Samkvæmt Gates bera moskítóflugurnar sem ræktaðar eru í verksmiðjunni bakteríur sem kallast Wolbachia. Þetta kemur í veg fyrir að þær beri beinbrunasótt (dengue), zika, gulusótt og chikungunya til manna.

Þegar rannsóknarstofuflugurnar fjölga sér með villtum moskítóflugum munu þær fyrrnefndu dreifa bakteríunum áfram.

Þetta á síðan að leiða til fækkunar smitsjúkdóma og koma í veg fyrir að milljónir mannslífa tapist vegna slíkra sjúkdóma sem Gates segir að hægt sé að koma í veg fyrir.

Hverjar eru niðurstöður tilraunarinnar?

Rannsókn í Medellín hefur leitt í ljós að denguetilfellum hefur fækkað um 89 prósent síðan verkefnið hófst árið 2015, þ.e.a.s að sleppa Wolbachia moskítóflugum út í loftið.

Samkvæmt Gates verður verkefninu nú einnig komið á í öðrum löndum eins og Brasilíu, Indónesíu, Mexíkó, Víetnam, Srí Lanka, Fiji, Kiribati, Ástralíu, Nýju Kaledóníu og Vanúatú.

Hver eru framtíðarmarkmið World Mosquito verkefnisins?

Verkefnið miðar að því að dreifa Wolbachia flugum meðal moskítóflugna af tegundinni Aedes aegypt sem bera með sér vírusa eins og dengue, gulusótt og fleira. Þar sem hitastig jarðar er að hækka vegna loftslagsbreytinga eru Aedes aegypti moskítóflugurnar að finna sér fleiri heimshluta til að hefja búsetu. Því er World Mosquito afar brýnt verkefni.

Kosturinn við verkefnið er að það er sjálfbært. Með tímanum, eftir því sem Wolbachia moskítóflugum fjölgar, munu samfélög ekki þurfa að eyða peningum í meðferðir og forvarnir gegn sjúkdómum sem berast með moskítóflugum. Þetta mun aftur á móti hjálpa yfirvöldum að beina fjármagni í brýnni heilbrigðismál.

Bill Gates endaði bloggfærslu sína með því að hrósa World Mosquito verkefninu fyrir viðleitni sína. Hann skrifaði á bloggið að þessar „ótrúlegu moskítóflugur fljúgi nú um heiminn og bjargi mannslífum."

Ekki kom fram á bloggi Gates hvort hann teldi moskítóflugu verkefnið vera jafnvel eða betur heppnað en Covid-19 bóluefnaverkefnið sem hann fjárfesti milljörðum dollara í gegnum fyrirtæki sín Bill&Melinda Gates Foundation og GAVI.


Skildu eftir skilaboð