26% aukning í útköllum sjúkrabíla árið 2021 og 2022 – engin breyting 2020

thordis@frettin.isInnlentLeave a Comment

Samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni var um 26% aukning á útköllum sjúkrabíla yfir landið allt á árinu 2021 frá árunum 2020 og 2019. Engin fjölgun var á  mill ára 2020, á fyrsta ári faraldursins.

Það eru 12.653 umframflutningar árið 2021 miðað við 2019 eða 26% aukning. Árið 2022 er svipað og 2021, en ef sama þróun heldur áfram verða 589 umframflutningar á þessu ári miðað við 2021.

Neyðarlínan: fjöldi útkalla á sjúkrabílum.

Tölurnar eru svipaðar og í sjúkraflutningum með flugi en þar var 23% aukning milli áranna 2020 til 2021. Fréttin ræddi við Leif Hallgrímsson framkvæmdastjóra Mýflugs um málið í síðasta mánuði sem sagði aukninguna gríðarlga. Leifur taldi þetta ekki stafa af fleiri slysum eða vera meira vegna ferðamanna, það væri meira um alls konar alvarleg veikindi eins og heilablóðföll og hjartaáföll og einnig væri aukning á flutningum sjúklinga eftir aðgerðir frá Landspítalanum yfir á sjúkrahús á landsbyggðinni til að losa um sjúkrarúm á Landspítalanum.

Skildu eftir skilaboð