Tólf sambandsríki Þýskalands hætta móttöku á flóttafólki

thordis@frettin.isErlent, StjórnmálLeave a Comment

Í ljósi mikils fjölda flóttamanna frá Úkraínu og hælisleitenda frá öðrum löndum hafa 12 af 16 sambandsríkjum Þýskalands nú lokað fyrir móttöku á fleira flóttafólki.

Fjöldi neyðarskýla fyrir flóttafólk virðist vera að verða af skornum skammti, samkvæmt fréttum fjölmiðla, og sjá borgir og sveitarfélög sig ekki getað tekið við fleira fólki.

„Byrðin stafar af flótta frá Úkraínu og almennum fólksflutningum,“ sagði talsmaður alríkisráðuneytisins.

Alls er heildarfjöldi fólks sem hefur flúið frá Úkraínu til Þýskalands frá upphafi stríðsins yfir 980.000, þó nýlega hafi að meðaltali aðeins 875 bæst við á dag, sagði talsmaðurinn.

Stærri sambandsríki halda áfram að taka við fólki

Samkvæmt fréttamiðlinum RND er til dæmis móttökuaðstaða fyrir flóttamenn í Bæjaralandi nú í 102,7 prósent nýtingu. Almennt séð er Bæjaraland enn „móttækilegt,“ sagði innanríkisráðherra Bæjaralands og formaður innanríkisnefndarinnar, Joachim Herrmann (CSU). Aftur á móti krafðist hann þess að alríkisstjórnin viðurkenndi með skýrum hætti ábyrgð sína á fjármögnun á sviði hælisleitenda og aðlögunarmála og veitti sambandsríkjunum aðstoð.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð