Eðlileg hegðun Interpol á Nýja Sjálandi?

frettinIngibjörg GísladóttirLeave a Comment

Mótmæli gegn stjórn Jacindu Ardern (Verkamannaflokkurinn) á Nýja Sjálandi eru að hefjast aftur. Í vor voru mótmælin Covid- og frelsistengd en skv. Reuters mótmæla menn nú einnig nýjum umhverfisreglum er þrengja að bændum og þeirri stefnu stjórnvalda að leggja undir sig vatnsréttindi í landinu. Til að verjast Covid-19 hélt stjórn Ardern landinu að mestu lokuðu í tvö ár en um leið og opnað var aftur þá skall smitbylgjan á af fullum þunga og finnst mörgum sem fórnirnar sem þeir færðu þessi tvö ár hafi verið til einskis og dregur nú úr stuðningi við stjórn hennar.

Því er mikilvægt að halda landinu lokuðu fyrir gagnrýnum, erlendum fréttamönnum er segja fréttir af mótmælum og koma viðhorfum almennings á framfæri. Fréttamaður kanadísku stöðvarinnar Rebel News í Ástralíu, Avi Yemeni, hefur getið sér orð fyrir beinskeyttar spurningar sem er ekki alls staðar vel séð. Við munum að Jim Acosta var ýtt út úr fréttamannateymi Hvíta hússins er Biden tók við. Honum mun ekki hafa verið treyst til að halda sig á mottunni. Avi virðist ekki fylgja hinni pólitísku rétthugsun nútímans enda hefur ástralska lögreglan handtekið hann ítrekað á vettvangi mótmæla. Blaðamannapassi? Réttindi blaðamanna? Hvað er nú það?  Í júlí í sumar fékk hann þó afsökunarbeiðni frá lögreglunni í Viktoríufylki fyrir að hafa handtekið hann ólöglega þrisvar sinnum er hann sagði fréttir frá mótmælum í Melbourne 2020 og 2021.

Stjórnvöld Nýja Sjálands virðast jafnvel hafa virkjað Interpol til að halda Avi Yemeni og öðrum manni, Rukshan Fernando, frá landinu en sá hefur verið iðinn við að festa lögregluofbeldi í kóvídmótmælum Ástralíu á filmu.  Einhver innan Interpol lak innanhússskjali þar sem auglýst er eftir upplýsingum um refsidóma og öðrum upplýsingum um slæmt mannorð þeirra er gæti nýst til að banna þeim að koma til landsins því lögreglan vilji geta neitað þeim um að koma. Hvað þeir hafa fundið á Rukshan, sem er ættaður frá Sri Lanka, er ekki ljóst en Avi hafði fengið dóm fyrir heimilisofbeldi og greitt sekt fyrir það. Samkvæmt lögum Nýja Sjálands má þó aðeins banna Ástrala inngöngu hafi hann verið dæmdur í fangelsi í eitt ár eða lengur en hvers virði eru lög þegar verjast þarf gagnrýnum röddum og verja stjórn landsins mögulegu falli.

Avi Yemini (vinstri) and Rukshan Fernando (hægri)

Skildu eftir skilaboð