Munu eig­end­ur raf­bíla sjálf­ir greiða fyr­ir förg­un raf­geym­anna?

frettinInnlent3 Comments

Eft­ir Valdi­mar Jó­hann­es­son:

„Raf­bíla­væðing lands­ins virðist vera drif­in áfram af til­finn­inga­semi ákafa­manna í um­hverf­is­mál­um sem taka lítt mið af kaldri skyn­semi.“

Raf­bíla­væðing lands­ins virðist vera drif­in áfram af til­finn­inga­semi ákafa­manna í um­hverf­is­mál­um sem taka lítt mið af kaldri skyn­semi. Miklu skal fórna fyr­ir afar óveru­leg­an ár­ang­ur til minnk­un­ar á los­un kolt­ví­sýr­ings, sem í þokka­bót er ekki til skaða fyr­ir líf á jörðinni nema síður væri. Eng­ir til­b­urðir eru til þess að reikna út alla kostnaðarþætti raf­bíla­væðing­ar held­ur er ákaft hvatt til þess að al­menn­ing­ur kaupi raf­bíla með því að fella niður all­ar skatta­álög­ur á kaup­um og notk­un raf­bíla. Aðeins þannig fást sum­ir al­menn­ir bíla­eig­end­ur til að kaupa slík far­ar­tæki, sem nýt­ast í mörg­um til­vik­um afar illa.

Kaup­end­ur raf­bíla þurfa ekki að greiða vöru­gjald sem er 25% af litl­um bíl­um né virðis­auka­skatt auk sömu gjalda á flutn­ings­kostnað. Því ætti að bæta við um 60% í skött­um á sölu­verð þeirra til þess að gæta jafn­ræðis gagn­vart kaup­end­um t.d. lít­illa bens­ín­bíla. Þá greiða raf­bíl­ar ekk­ert til vega­kerf­is­ins sem eig­end­ur bens­ín- og dísil­bíla greiða með skatti á eldsneyti. Skatt­arn­ir nema um 60% af út­sölu­verði eldsneyt­is eða um 140 kr. pr. lítra. Raf­bíla­eig­end­ur greiða held­ur ekki ár­leg bif­reiðagjöld sem nema um 110 þús kr. á ári fyr­ir stóra bíla en gjaldið er miðað við magn út­blást­urs kolt­ví­sýr­ings.

Raf­bíl­ar eru þannig ekki aðeins gjald­frí­ir á veg­um lands­ins meðan önn­ur öku­tæki eru skatt­lögð í bak og fyr­ir held­ur er þeim hyglað með niður­greidd­um hleðslu­stöðvum.

Fyr­ir dyr­um eru átök í fjöl­býl­is­hús­um vegna kröfu raf­bíla­eig­enda um að hús­fé­lög­in komi hleðslu­stöðum upp í sam­eign­um.

Dæmið lít­ur nokkuð öðru­vísi út ef keypt­ir eru svo­kallaðir tvinn­bíl­ar, þ.e. sem ganga fyr­ir raf­magni auk bens­íns eða dísi­lol­íu. Gef­inn er mjög mynd­ar­leg­ur skatta­afslátt­ur á slík­um bíl­um þó að öll­um nema trú­arof­stæk­is­mönn­um í lofts­lags­mál­um sé ljóst að kaup­end­ur slíkra bíla eru fyrst og fremst að nýta sér skatta­afslátt­inn. Sama gerðu þeir sem fluttu inn bens­ín­bíla með met­antanki en settu aldrei met­an á bíl­ana nema til að sýn­ast enda reyn­ist met­an óhag­kvæmt eldsneyti á einka­bíla og fer í þokka­bót illa með mótor­ana.

Hybrid (tvinnbíll) kemst 20 - 30 km. á rafmagninu

Ný­legt dæmi af eig­anda tvinn­bíls er slá­andi. Maður á Sel­fossi kaup­ir sér lúxusjeppa – tvinn­bíl. Hann hef­ur ef­laust vitað af því að hagnaður hans fólst í lækk­un á kaup­verði vegna niður­fell­ing­ar skatta og op­in­berra gjalda en bens­ín­kostnaður yrði nokkuð hinn sami enda reynd­ist það rétt. Bíl­inn kemst að Kömb­un­um (20 km) á raf­magns­hleðslunni en vegna þyngd­ar­auka bíls­ins vegna þungr­ar raf­hlöðunn­ar eyðir hann meira bens­íni. Á köld­um dög­um dug­ar raf­magns­hleðslan enn skem­ur. Kraft­ur­inn í raf­hlöðinni minnk­ar einnig með vax­andi aldri bíls­ins.

Ef stóri draum­ur lofts­lag­sof­stæk­is­manna ræt­ist og all­ur bíla­flot­inn verður raf­magns­drif­inn er ljóst að ekki verður unnt að gefa áfram af­slátt af skött­um og vega­gjöld­um. Með ein­hverj­um hætti verður að standa und­ir sam­neysl­unni og vega­gerðinni. Og hver á að borga fyr­ir förg­un á stóru og ban­eitruðu raf­magns­geymun­um sem knýja bíl­ana áfram? Ekki virðist hafa verið gert ráð fyr­ir þess­um kostnaði hér­lend­is eins og kon­an sem hafði sjálf flutt inn raf­magns­bíl fékk að reyna. Hún var í rétti þegar bif­reið henn­ar eyðilagðist í árekstri. Hún fékk nýj­an raf­magns­bíl frá trygg­ing­ar­fé­lagi tjón­valds­ins en sat uppi með ónýta flakið og var rukkuð um 700.000 krón­ur í förg­un­ar­gjald.

Úrvinnslu­sjóður sem ann­ast förg­un spilli­efna segir að lausn hafi ekki fundist

Munu eig­end­ur raf­bíla sjálf­ir greiða fyr­ir förg­un raf­geym­anna þar sem þeir greiddu ekki förg­un­ar­gjöld við kaup bíl­anna eða verða eig­end­ur annarra bíla sem ekki nutu skatt­fríðinda látn­ir borga brús­ann? Hjá Úrvinnslu­sjóði sem ann­ast förg­un spilli­efna fást aðeins þau svör að lausn á þessu hafi ekki fund­ist. Því er með öllu óljóst hver borg­ar kostnað af förg­un raf­magns­bíla sem þegar eru komn­ir á göt­urn­ar. Þeir skipta frek­ar þúsund­um en hundruðum.

Förg­un­ar­kostnaður­inn verður ef­laust ekki svona hár þegar þúsund­um raf­magns­geyma verður eytt á ári. Ljóst er þó að kostnaður­inn verður gríðarlega hár, senni­lega 4-5 millj­arðar á ári, miðað við eðli­lega end­ur­nýj­un­arþörf þegar draum­ur­inn fagri hef­ur ræst. Ekki má gleyma því að þess­ir raf­magns­geym­ar eru hættu­leg­ir, t.d. í árekstri og meðhöndl­un vegna há­spennu, en einnig kem­ur fyr­ir að þér springa í loft upp og geta valdið stór­slysi og íkveikju.

Ef mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­draumóra­manna mun ræt­ast og eng­inn út­blást­ur á loft­teg­und­um frá bíl­um verður fyr­ir hendi mun heild­ar­út­blást­ur frá mann­heim­um hér­lend­is minnka um 4%. Ef við tækj­um ný­lega mælt út­streymi frá Kötlu í Mýr­dals­jökli með í dæmið færi þetta niður í rúmt 1%. En ef við tækj­um allt út­streymi allra eld­stöðva, jarðhita­svæða á Íslandi og eðli­legs niður­brots líf­rænna efna með í reikn­ing­inn væri þetta vart mæl­an­legt í eðli­legri hringrás loft­teg­unda and­rúms­lofts­ins, sem mun vera sam­an­sett úr 78% köfn­un­ar­efni, 21% súr­efni en ýms­ar loft­teg­und­ir skipta með sér þessu eina pró­senti sem eft­ir er.

Kolt­ví­sýr­ingur mælst 15 sinn­um hærri í sýn­um frá fyrri tím­um jarðsög­unn­ar

Hlut­fall kolt­ví­sýr­ings mun núna vera 0,041% en hef­ur mælst 15 sinn­um hærra í sýn­um frá fyrri tím­um jarðsög­unn­ar. Hér má gjarn­an koma fram að því aðeins má kalla kolt­ví­sýr­ing gróður­húsaloft­teg­und vegna þess að garðyrkju­menn dæla þess­ari hollu loft­teg­und gjarn­an inn í gróður­hús sín til að auka vaxta­hraða plantn­anna og verður ekki meint af. Eng­in raun­veru­leg vís­indi geta sýnt fram á að þessi loft­teg­und hafi nein áhrif á hita­stig jarðar – ekki vott­ur af sönn­un eins og Nó­bels­verðlauna­hafi í eðlis­fræði sagði að mér áheyr­andi.

Að lok­um þetta. Raf­magns­drif­in öku­tæki eru eng­in ný­lunda í heim­in­um. Menn hófu þegar um miðja næst­síðustu öld að þreifa sig áfram með þannig far­ar­tæki. Raf­magns­bíl­ar eru því með hátt í tveggja alda þró­un­ar­sögu að baki og hafa samt ekki kom­ist á hærra stig en raun ber vitni. Þeir verðskulda ekki að með þeim sé borgað svo þeir stand­ist sam­keppn­ina við aðra bíla. Sjálfsagt er að láta þá eins og önn­ur öku­tæki keppa á jafn­rétt­is­grund­velli um bestu lausn­ina fyr­ir mann­kyn.

3 Comments on “Munu eig­end­ur raf­bíla sjálf­ir greiða fyr­ir förg­un raf­geym­anna?”

  1. Ættu menn ekki frekar að fá borgað fyrir þessa rafgeyma? Þa er ekki eins og þetta séu verðlaus efni sem þetta er smíðað úr. Svona eins og Hvarfakútarnir. Virðist óþarfa fjárplógsstarfsemi að rukka fyrir að faga þeim.

  2. Hvers vegna, Friðrik Kjartansson, þurfti þá konan sem nefnd er í greininni að borga 700 þúsund krónur fyrir förgun rafgeymis?

Skildu eftir skilaboð