Getur blindur maður stjórnað þotu?

frettinInnlendarLeave a Comment

Már Gunnarsson sundkappi og tónlistarmaður með meiru er svo sannarlega margt til lista lagt, en hann sannaði nú á dögunum að blindur maður getur flogið flugvél undir leiðsögn.

Már segir að sem barn hafi hann dreymt mikið um flug og að verða flugmaður. Þegar hann varð eldri þá varð honum ljóst að hann yrði líklega ekki vinsælasti flugmaður í heimi segir hann en jákvæðnin og húmorinn er aldrei langt undan hjá þessum hæfileikaríka unga manni.

Már segir að nú á dögunum hafi hann tekið þátt í smá tilraun í samstarfi við Icelandair, sem ber yfirskriftina, getur blindur maður stjórnað þotu undir leiðsögn?

Hann segist vera Icelandair ævinlega þakklátur fyrir þessa mögnuðu upplifun og þó þetta sé ekki alveg sama flugið og í barnæsku draumum mínum þá er þetta eins nálagt því og það kemst.

„Takk fyrir mig og verið velkomin um borð,“ segir Már.

Myndband af fluginu má sjá hér neðar.


Skildu eftir skilaboð